Skip to main content

Fréttir

Hópur af ungu fólki með fjöll í baksýn
Heimsókn nemenda frá Humboldt-háskóla í Berlín

Þrettán nemendur í norrænum fræðum og íslensku við Humboldt-háskóla í Berlín heimsóttu Árnastofnun á dögunum. Ferð þeirra til Íslands var farin í tengslum við námskeið í hlaðvarpsgerð þar sem áhersla er lögð á talþjálfun, framburð og einkenni talmáls. Í námskeiðinu hafa nemendurnir unnið nokkur hlaðvörp í hópum um ólík efni sem tengjast Íslandi og íslenskri menningu.

Tvær talblöðrur
Samtalsorðabók – ný orðabók sem varpar ljósi á íslenskt talmál

Út er komin veforðabókin Samtalsorðabók sem er tilraunaverkefni á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tilgangur verkefnisins er að setja munnleg samskipti í öndvegi og sýna talmáli þá athygli sem það á skilið. Orðabókin lýsir raunverulegri notkun í nútímaíslensku og því er ekki gert upp á milli gamalgróinna og viðurkenndra orða og nýjunga sem einkum koma fyrir í mjög óformlegu máli ungs fólks. 

Vinna hafin við nýja íslensk-pólska orðabók

Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er hafin vinna við nýja íslensk-pólska veforðabók. Orðabókin er tíunda tvímála orðabók Árnastofnunar og er byggð á ISLEX- verkefninu og fleiri orðabókarverkum sem unnið hefur verið að á stofnuninni undanfarin 15 ár. Verkefnið fékk fjárveitingu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og stefnt er að því að opna fyrstu útgáfu orðabókarinnar með tuttugu þúsund uppflettiorðum í lok þessa árs.

Sérfræðingur á skrifstofu fjármála

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjármála, tímabundið til eins árs. Fram undan eru miklar breytingar hjá stofnuninni og leitum við að öflugum aðila sem er tilbúinn að taka þátt í breytingaferlinu með okkur. Í boði er áhugavert, krefjandi og fjölbreytt starf á líflegum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Haukur Þorgeirsson orðinn rannsóknarprófessor

Haukur Þorgeirsson hlaut framgang í starfi þann 20. desember síðastliðinn. Hann fór úr starfi rannsóknardósents í starf rannsóknarprófessors á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Haukur hefur skrifað mikið um bragfræði og kveðskap — sérstaklega rímur og dróttkvæði en líka eddukvæði. Hann hefur einnig stundað tölvustuddar mælingar á orðtíðni í íslenskum textum frá fyrri öldum og rannsakað Snorra-Eddu, textafræði og málsögu með því að bera saman texta rúnaristna og dróttkvæða.

Orð ársins 2022: Innrás
Orð ársins 2022

Eitt af fjölmörgum verkefnum Árnastofnunar er Risamálheildin svokallaða. Hún inniheldur rúmlega 2.4 milljarð orða sem einkum eru fengin úr textum vef- og prentmiðla, af samfélagsmiðlum og úr opinberum skjölum. Með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan er hægt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan.