Skip to main content

Fréttir

Kjalnesinga saga á ítölsku

Mynd af bókakápu með stílfærðum myndlýsingum af skepnum. Saga di Búi Andríðsson.
Saga di Búi Andríðsson
Iperborea

Saga di Búi Andríðsson eða Kjalnesinga saga er komin út á ítölsku. Roberto Luigi Pagani þýddi söguna ásamt Jökuls þætti Búasonar og ritaði inngang. Útgefandi er ítalska forlagið Iperborea sem hefur sérhæft sig í útgáfu norrænna bókmennta og hefur m.a. gefið út bækur eftir Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Thor Vilhjálmsson, Jón Kalmann Stefánsson og fleiri íslenska höfunda.