Skip to main content

Fréttir

Árnastofnun fullgild þjónustumiðstöð fyrir CLARIN

Merki CLARIN

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er nú orðin fullgild þjónustumiðstöð fyrir CLARIN á Íslandi (B-centre). Til að gerast fullgild þjónustumiðstöð þarf að uppfylla ströng skilyrði hvað varðar utanumhald og tæknilega innviði. Þjónustumiðstöðvarnar eru í raun hryggjarstykki CLARIN og sjá um að veita vísindasamfélaginu aðgang að gögnum og þjónustu ásamt því að miðla þekkingu.

Markmið CLARIN er að búa til og viðhalda innviðum til að stuðla að samnýtingu, notkun og sjálfbærni málgagna sem og tækja til rannsókna í hugvísindum og félagsvísindum. Því er lögð mikil áhersla á að CLARIN-miðstöðvar fylgi ströngum stöðlum sem tryggja öryggi gagna og að gögn séu ávallt aðgengileg og að hægt sé að finna þau á einfaldan hátt (sbr. FAIR-viðmið* um umsýslu vísindalegra gagna). Þegar Ísland gerðist aðili að CLARIN-ERIC skuldbundum við okkur til að koma á fót fullgildri þjónustumiðstöð og hefur það markmið nú náðst. Alls eru þjónustumiðstöðvar CLARIN nú 21 talsins.

 

*FAIR: Findability, Accessibility, Interoperability and Reusability, sem þýðir að gögn eigi að vera finnanleg, aðgengileg, gagnvirk og endurnýtanleg. Sjá nánar um FAIR-viðmið á heimasíðu Háskóla Íslands.