Kristín Konráðsdóttir hóf störf fyrir mánuði síðan sem upplýsingafræðingur. Hennar fyrsta verk er að taka þátt í að flytja bókasafn Árnastofnunar yfir í Eddu. Að mörgu er að hyggja við flutning handrita, bókasafns, gagna og búnaðar en í Eddu mun öll aðstaða batna verulega.
Kristín er með BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði (2001) frá Háskóla Íslands. Hún hefur lengst af starfað á bókasöfnum í framhalds- og grunnskólum en hefur einnig unnið sem skjalastjóri. Síðast starfaði hún sem forstöðumaður bókasafns Menntaskólans við Sund.
Við bjóðum Kristínu velkomna til starfa.