Yngst en samt fornlegust: Um Trektarbók Snorra-Eddu
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum verða þriðjudaginn 12. ágúst og ný handrit munu líta dagsins ljós. Af því tilefni mun Haukur Þorgeirsson rannsóknarprófessor fjalla um Trektarbók Snorra-Eddu sem geymd er alla jafna í Utrecht í Hollandi en verður nú til sýnis næstu þrjá mánuði í Eddu.
Edda Snorra Sturlusonar var vinsæl bók á miðöldum á Íslandi. Oft vísa skáldin til hennar og af henni eru varðveitt sjö skinnhandrit frá fjórtándu og fimmtándu öld. Engin tvö þessara handrita innihalda nákvæmlega sama efnið því að verkið var í stöðugri þróun og endursköpun eins og algengt er um kennslubækur.
Trektarbók Snorra-Eddu er hins vegar ekki skinnbók heldur pappírshandrit, rituð um 1600. Af meginhandritum Eddu er Trektarbók yngst en samt er hún eina handritið sem geymir verkið í því formi sem talið er upphaflegast, án þess að nokkru hafi verið sleppt eða bætt við. Jafnframt varðveitir hún oft fornlegri rithætti en önnur handrit og er mjög dýrmæt heimild til að hjálpa okkur að skyggnast inn í skrifstofur 13. aldar þar sem Edda varð til.
Talið er að Snorri Sturluson (d. 1241) hafi samið Trektarbók sem kennslubók í skáldskaparfræðum. Hún er í samtalsformi og fjallar um norræna goðafræði, skáldamál og bragarhætti. Handritið, sem er til sýnis, skrifaði Páll Jónsson í Þernuvík við Ísafjarðardjúp í lok 16. aldar eftir skinnbók frá 13. öld sem nú er glötuð.
Á 17. öld barst handritið til Kaupmannahafnar og var um hríð í eigu Ole Worms prófessors. Síðan komst bókin í hendur þýska fræðimannsins Christians Rave sem gaf hana Háskólabókasafninu í Utrecht árið 1643. Þar hefur handritið verið varðveitt alla tíð síðan.
Trektarbók er nú á Íslandi í fyrsta skipti í 400 ár. Haukur fjallar um sögu handritsins og gildi þess og hefst erindið kl. 12 í fyrirlestrasal Eddu.
Allir velkomnir.
Fyrirlestur um basknesk-íslensk orðasöfn
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Þann 14. ágúst næstkomandi heldur Peter Bakker, lektor við Árósaháskóla, fyrirlestur í Eddu.
Fjallað verður um orðasöfn sem varðveist hafa með þýðingum milli basknesku og íslensku. Hollenski fræðimaðurinn Nicolaas Deen gaf út þrjú þeirra í bók árið 1937. Hún vakti hvorki mikla athygli heima fyrir né erlendis. Bókin varð fyrst almennt kunn í Baskalandi á sjötta áratugnum og á Íslandi á áttunda áratugnum.
Um miðjan þriðja áratuginn uppgötvaði Jón Helgason orðasöfnin í Árnasafni í Kaupmannahöfn (þau eru nú varðveitt á Árnastofnun í Reykjavík) og hafði samband við málfræðing og sérfræðing í baskneskum fræðum, Hollending að nafni C.C. Uhlenbeck. Í fyrirlestrinum verður rýnt í útgáfusögu orðasafnanna og fræðilegt gildi þeirra.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
English abstract
Nicolaas Deen and the Basque-Icelandic glossaries: from their discovery to Basque-Icelandic pidgin as “the hottest object in the universe”
Peter Bakker, Aarhus University
Scandinavian “Ambassador” of Albaola.org
The existence of a Basque-Icelandic pidgin is reasonably well known. The Dutch scholar Nicolaas Deen published three lists (one only partially preserved) in his dissertation, which appeared in form of a book in 1937 in the Netherlands. It attracted hardly any attention locally or internationally. The book in which they were published remained unknown in the Basque Country until the 1950s and in Iceland until the 1970s.
In the mid 1920s, the glossaries were found in the collections of the University of Copenhagen (today the lists are in the Árni Magnússon collection in Reykjavik, Iceland) by Jón Helgason, who contacted the Dutch Bascologist and linguist C.C. Uhlenbeck. In my presentation, I will reconstruct the routes by which the book with glossaries became known to linguists abroad, and how the pidgin sentences in List 2 have been called “the hottest object in the universe”.
Menningarnótt í Eddu
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Haldið verður upp á Menningarnótt í Eddu 23. ágúst nk.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Sigurðar Nordals fyrirlestur − Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert en Sigurður fæddist á þessum degi árið 1886.
Fyrirlesari að þessu sinni er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttakona. Sigríður fjallar um plágur, prentverk og algóritma, heimsslit og gulltöflur og óendanlega og óbærilega framfaraþrá mannsandans.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.