Skipt verður um handrit á sýningunni Heimur í orðum þriðjudaginn 12. ágúst. Eitt af nýju handritunum á sýningunni er hin merka Trektarbók Snorra-Eddu sem alla jafna er geymd í Utrecht í Hollandi.
Dr. Bart Jaski hefur fylgt handritinu frá Hollandi. Hér má sjá pistil um það sem birtur var á vef háskólans í Utrecht.
The Codex Trajectinus of the Prose Edda.
Haukur Þorgeirsson rannsóknarprófessor á Árnastofnun mun halda erindi um Trektarbók í fyrirlestrasal Eddu kl. 12 þriðjudaginn 12. ágúst sem nefnist Yngst en samt fornlegust: Um Trektarbók Snorra-Eddu.
Sjá nánar um fyrirlesturinn hér.