Skip to main content

Fréttir

Nýr vefstjóri Árnastofnunar

Óskar Völundarson hefur verið ráðinn vefstjóri Árnastofnunar.

Óskar er með BA-gráðu í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands (2013) ásamt MA-gráðu í prentsögu og upplýsingatækni frá Háskólanum í Leiden (2016). Hann hefur einnig lokið diplómanámi í vefmiðlun frá Háskóla Íslands (2023). Óskar hefur áður starfað við vefmiðlun hjá Icelandair og Þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Árnastofnun býður Óskar velkominn til starfa.