Basknesk-íslensk orðasöfn
Hér eru myndir af fjórum basknesk-íslenskum orðasöfnum. Þau voru sennilega samin á 17. öld þegar baskneskir hvalveiðimenn sóttu á Íslandsmið. Elstu handritin eru frá um 1700 en hin tvö eru frá miðri 18. öld og fyrri hluta 19. aldar. Það síðast nefnda er aðeins útdráttur úr lengra safni.
MS Icelandic 3
Úr MS Icelandic 3 bl. 92v–93r: „nokkrar latínu glósur“. Houghton Library, Harvard University
AM 987 4to bl. 192r–199
Úr AM 987 4to bl. 192r–199v: Vocabula Gallica með hendi frá síðari hluta 17. aldar
AM 987 4to bl. 200r–204v
Úr AM 987 4to bl. 200r–204v: Vocabula Biscaica í uppskrift Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
JS 284 8vo
Úr JS 284 8vo bl. 103r-v: „kátlegar glósur“ með hendi Sveinbjarnar Egilssonar. Landsbókasafn Íslands