Nýverið var haldin ráðstefna í Eddu undir yfirheitinu The 8th International Conference on Watermarks in Digital Collections (19.–21. júní 2025).
Rannsóknarverkefnið „Hringrás pappírs“ (á vegum Árnastofnunar) stóð fyrir skipulagningu í samvinnu við Emanuel Wenger (Bernstein – Memory of Paper).
Dagskráin var fjölbreytt en hún samanstóð af 16 viðburðum, svo sem fyrirlestrum, sýningu á völdum handritum og kynningarferð.
Einnig voru tilraunir gerðar til að búa til innsigli úr pappír og vaxi eins og fyrst var gert á Íslandi árið 1420.


