Árna Magnússonar fyrirlestur – Peter Stokes fjallar um stafræna nálgun við handritarannsóknir
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Á fæðingardegi Árna Magnússonar handritasafnara 13. nóvember gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árlega fyrir svokölluðum Árna Magnússonar fyrirlestri. Fyrirlesturinn er auglýstur á vef stofnunarinnar. Fyrirlesari að þessu sinni er Peter Stokes. Fyrirlestur hans nefnist „Nýjar aðferðir og spurningar í tengslum við stafrænar handritarannsóknir".
Peter Stokes er rannsóknarprófessor í stafrænum hugvísindum með áherslu á söguleg rit og ber ábyrgð á verkefnum í stafrænum hugvísindum í Laboratoire Archéologie et Philologie d'Orient et d‘Occident (AOROC, UMR 8546), Section des Sciences Historiques et Philologiques við École Pratique des Hautes Études – Université Paris Sciences et Lettres (PSL). Í rannsóknum sínum sameinar hann skriftarfræði, stafræn hugvísindi og tölvunarfræði, og nú um stundir leggur hann mesta áherslu á fræðileg og hagnýt vandamál varðandi lýsingu og greiningu á rithöndum en einnig notkun mismunandi letur- eða skriftartegunda samtímis um víða veröld.
Um fyrirlesturinn á ensku:
New Methods, New Questions in Digital Approaches to Manuscript Studies
Now that enormous numbers of manuscripts are being digitised and made available online, the question is increasingly being asked how best to use this material. Much of the focus to date has been on processing digital images to semi-automate work such as transcription, layout analysis and identifying scribes or scripts, and significant advances have been made here. However, scholars have also noted for some time now that the image of the page is only one of many aspects of the book, raising the question how to better integrate all the elements of manuscript studies and book history. Perhaps more importantly, digital and computational approaches not only provide new methods but also raise new questions about old ones. Digital and computational methods combined with principles such as Linked Open Data raise the possibility of a transversal palaeography that allows comparison across very different scripts and writing-systems, but to acheive this we need first to answer a number of fundamental questions, ranging from what exactly we do when identifying scribal hands to what, exactly, is the letter a.
Opnun Íslenskrar nútímamálsorðabókar
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) hefur verið aðgengileg sem verk í vinnslu í átta ár en nú verður hún formlega opnuð.
Ritstjórar orðabókarinnar, Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir, munu segja frá verkinu og Guðrún Nordal og Eiríkur Rögnvaldsson munu taka til máls. Boðið verður upp á léttar hádegisveitingar.
Opnun sýningarinnar Heimur í orðum
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu laugardaginn 16. nóvember kl. 14. Þá gefst fólki kostur á að sjá fjölmörg íslensk handrit sem geyma ómetanlegan menningararf okkar. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum. Meðal handrita á sýningunni eru frægustu íslensku miðaldahandritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók.
Áhersla er lögð á ríkulegt innihald handritanna, bæði texta og myndir, þar sem líf, dauði, tilfinningar og trú, völd og heiður koma við sögu. Fjallað er um erlend áhrif á íslenska menningu á miðöldum og um íslenska tungu en einnig hvaða spor íslenskar fornbókmenntir hafa markað í útlöndum.
Aðgangur ókeypis í fyrstu sýningarviku 16.–24. nóvember.
Ársfundur Nordiskt forum för folkmusikforskning och -dokumentation
Árlegur fundur Nordiskt forum för folkmusikforskning och -dokumentation verður haldinn á Íslandi 20. og 21. nóvember 2024.
NoFF er samstarfsnet norrænna þjóðlagafræðinga sem tengjast þjóðfræðisöfnum. Fundir eru haldnir árlega, til skiptis í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tengiliður á Íslandi er Rósa Þorsteinsdóttir.
Umsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast styrki Snorra Sturlusonar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (ekki háskólastúdentum) á sviði hugvísinda til að dveljast á Íslandi í þrjá mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.
Styrkirnir miðast að öllu jöfnu við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega til og frá Íslandi og dvalarkostnaði innanlands. Af tveimur jafnhæfum umsækjendum skal að jafnaði sá hljóta styrk sem er frá Austur- og Suður-Evrópu, Asíu, Afríku, Rómönsku Ameríku eða Eyjaálfu.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánar um styrkinn og skráningarblað á upplýsingasíðu.
Umsóknarfrestur um styrk til BA-náms í íslensku sem öðru máli
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum menningar- og viðskiptaráðuneytis til erlendra stúdenta til að stunda íslenskunám við Háskóla Íslands.
Árlega eru veittir um það bil tólf styrkir til BA-náms í íslensku sem öðru máli. Nemendur verða að hafa lokið a.m.k. einu námsári á háskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánari upplýsingar um styrkinn og skráningarblað á ensku.