Jakob Sigurðsson listamaður
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Kjartan Atli Ísleifsson fjallar um listamanninn Jakob Sigurðsson.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.
Skálmöld og goðafræðin
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Vinafélag Árnastofnunar stendur fyrir viðburði fimmtudaginn 15. maí kl. 17 í Eddu.
Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur Skálmaldar, mun ræða við gesti um notkun sveitarinnar á norrænni goðafræði. Hvers vegna passar þetta yrkisefni svona vel við þungarokkið? Hvað má og hvað má ekki? Má segja nýjar sögur? Má breyta gömlum? Búa til nýjar persónur? Hvað með tenginguna við nýnasisma og eitraða karlmennsku? Hvað er satt og hvað er logið?
Fyrirlesturinn verður með léttu yfirbragði og eru gestir hvattir til að spyrja spurninga.
Hvernig á ég að snúa mér? Hárhamur og holdrosi í skinnhandritum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
English below
Í fyrirlestrinum mun Lea D. Pokorny, doktorsnemi í sagnfræði, fjalla um hárham og holdrosa og hvernig þessar hliðar á skinnum dreifðust í íslenskum handritum. Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Fyrirkomulag skinnblaða í kverum er mikilvægt skref í handritagerð. Tvær viðteknar hefðir eru aðgreindar af fræðimönnum sem eiga við um Evrópu á miðöldum. Annars vegar „insular“-hefðin, þ.e.a.s. hefðin frá Bretlandseyjum þar sem blöðunum er raðað þannig að hárhamur snýr að holdrosa í opnu kveri og hins vegar meginlandshefðin þar sem hárhamur snýr að hárham og holdrosi að holdrosa, einnig kölluð „regla Gregorys“. Íslensk bókaframleiðsla á miðöldum hefur hingað til verið sögð hafa fylgt síðarnefndu hefðinni, þó ekki alltaf nákvæmlega. Í þessu erindi verður farið yfir kverabyggingu í íslenskum handritum frá 14. öld til að sýna fram á hvaða starfsháttum íslenskir bókagerðarmenn fylgdu.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
The arrangement of sheets of parchment into gatherings is an important step during manuscript production. In medieval Europe, two general traditions are differentiated by scholars: the insular practice, whereby the sheets are arranged so that hair-sides face flesh-sides in an opening, and the continental practice, whereby like faces like, also referred to as ‘Gregory’s rule’. Medieval Icelandic book production has hitherto been said to have followed, although not always faithfully, the latter practice. In this talk, the construction of gatherings in fourteenth-century Icelandic manuscripts will be examined in order to assert which practice Icelandic book makers followed.
Nordkurs-námskeið í Reykjavík
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 26 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík 3.–26. júní. Námskeiðið er allt að 10 ECTS og samanstendur af rúmlega 70 kennslustundum. Auk íslenskunámsins hlýða nemendurnir á fyrirlestra um íslenskt samfélag, sögu, bókmenntir og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Nordkurs.
Nordterm 2025
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Dagana 11.−13. júní nk. verður íðorðaráðstefnan Nordterm haldin á Íslandi, nánar tiltekið í Eddu, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík. Að þessu sinni er þemað Fælles termer eða sameiginleg íðorð. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íðorðafólk hér á landi því að ráðstefnan Nordterm er aðeins haldin á Íslandi á 10 ára fresti.
Nánari upplýsingar um Nordterm 2025 má lesa á vefsíðunni https://arnastofnun.is/is/nordterm-2025.
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis í Reykjavík
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis verður haldinn 11.–14. júní í Eddu í Reykjavík. Rætt verður m.a. um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2024–2025 verður kynnt.
Kennsla í íslensku og íslenskum fræðum við erlenda háskóla er mikilvægur þáttur í kynningu á íslenskri menningu og til eflingar íslenskri tungu. Þess vegna er eðlilegt að styðja þessa kennslu og auka hana, bæta starfsskilyrði og starfskjör kennaranna, efla gerð kennsluefnis og fjölga möguleikum til náms og námsstyrkjum til að ala upp nýjar kynslóðir þýðenda, rannsakenda og annarra sérfræðinga sem munu vinna á mismunandi sviðum í samfélaginu um heim allan.