Skip to main content

Viðburðir

Skálmöld og goðafræðin

15. maí
2025
kl. 17–18

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Vinafélag Árnastofnunar stendur fyrir viðburði fimmtudaginn 15. maí kl. 17 í Eddu.

Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur Skálmaldar, mun ræða við gesti um notkun sveitarinnar á norrænni goðafræði. Hvers vegna passar þetta yrkisefni svona vel við þungarokkið? Hvað má og hvað má ekki? Má segja nýjar sögur? Má breyta gömlum? Búa til nýjar persónur? Hvað með tenginguna við nýnasisma og eitraða karlmennsku? Hvað er satt og hvað er logið?

Fyrirlesturinn verður með léttu yfirbragði og eru gestir hvattir til að spyrja spurninga. 

2025-05-15T17:00:00 - 2025-05-15T18:00:00