Skip to main content
1. desember 2018
Gamli sáttmáli — AM 45 8vo

Handritið AM 45 8vo er lítil lögbók á skinni sem mikið vantar í, en talið er að hún hafi verið skrifuð á síðari hluta 16. aldar. Handritið hefur að geyma brot af Jónsbók á 8 blöðum, en síðan kemur lagalegt efni á 40 blöðum, þ.e. tvær tilskipanir Vilhjálms kardínála í íslenskri þýðingu, Gamli sáttmáli svonefndur í tveimur gerðum, lagaformálar, réttarbót Kristjáns 2.

1. nóvember 2018
Hvammsbók Njálu – AM 470 4to

Á sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands má meðal annars sjá fjögur handrit sem geyma Brennu-Njáls sögu. Eitt þeirra er svokölluð Hvammsbók (AM 470 4to), nefnd eftir þeim stað þar sem hún var skrifuð: Hvammi í Dölum. Þar bjuggu á 17. öld hjónin Guðlaug Pálsdóttir og Ketill Jörundsson prestur og prófastur, en þau voru amma og afi Árna Magnússonar handritasafnara.

1. nóvember 2018
Hvað á býlið að heita? Um starfsemi örnefnanefndar

Greinin er lítið breytt frá fyrirlestri sem haldinn var þann 29. nóvember 2009 á vegum Nafnfræðifélagsins.

 

Inngangur

Í þessari grein er fjallað um hlutverk og verkefni örnefnanefndar og greint frá starfsemi og helstu viðfangsefnum á tæplega þriggja ára tímabili formennsku minnar í nefndinni, frá febrúar 2007 til nóvember 2009.1 Allar tölulegar upplýsingar miðast við þetta tímabil.

 

1. Hlutverk og verkefni

1. október 2018
Njáll á ferð og flugi. Reykjabók Njálu – AM 468 4to

Á sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár, sem opnuð var í Listasafni Íslands 17. júlí sl. og stendur fram í desember, verða til sýnis nokkur miðaldahandrit úr eigu Árna Magnússonar. Eitt þeirra er Reykjabók Njálu, AM 468 4to, sem talin er rituð um 1300. Handritið er varðveitt í Árnasafni í Kaupmannahöfn en fékkst lánað á sýninguna. Af því tilefni fjallar handritapistill októbermánaðar um Reykjabók Njálu.

1. september 2018
Ormsbók. Hinn norræni goðsagnaheimur – AM 242 fol.

Ormsbók – Codex Wormianus – sem rituð er um 1350, er merkilegt handrit vegna innihalds síns, sögu og varðveislu. Einn þeirra fáu íslensku miðaldahöfunda sem við vitum deili á er Snorri Sturluson (1179−1241). Það rit sem með öruggastri vissu er honum eignað er Edda, sem einnig er nefnd Snorra-Edda – til aðgreiningar frá hinum höfundarlausu eddukvæðum sem áður gengu undir heitinu Sæmundar-Edda.

24. ágúst 2018
Algengustu bæjarnöfnin

Algengasta bæjarnafnið á Íslandi samkvæmt Bæjatalinu hér á síðunni er nafnið Hóll sem kemur fyrir 31 sinni. Fast á hæla þess er Hvammur og Bakki í þriðja sæti. Hér að neðan er birtur listi yfir algengustu bæjarnöfnin. Sýnd eru öll nöfn sem koma fyrir tíu sinnum eða oftar. Fjöldi tilfella er sýndur í sviga fyrir aftan nöfnin. Tölurnar miðast við Bæjatalið eins og það var í maí 2011.

1. ágúst 2018
Staðarhólsbók Grágásar – AM 334 fol.

Staðarhólsbók er í hópi veglegustu skinnhandrita Árnasafns, lagahandrit í arkarbroti (folio) og að líkindum meðal elstu íslensku handrita sem varðveist hafa heil að kalla. Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) tekur henni fram í mikilleik og íburði eitt íslenskra lagahandrita frá miðöldum, en það er yngra handrit.

1. júlí 2018
Möðruvallabók – AM 132 fol.

Möðruvallabók er stærsta varðveitta miðaldasafn Íslendingasagna og þekktasta handrit þeirra. Bókin er talin skrifuð um miðja fjórtándu öld. Í henni eru Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Finnboga saga ramma, Bandamanna saga, Kormáks saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga, Ölkofra saga, Hallfreðar saga vandræðaskálds, Laxdæla saga og Fóstbræðra saga.

22. júní 2018
Messudagar kvendýrlinga kaþólsku kirkjunnar

Eins og kunnugt er, er dýrlingur í kaþólskri trú karl eða kona sem hefur gert eitthvað í lifanda lífi sem veitir honum eða henni sérstakan sess við hlið Guðs á himnum. Dýrlingar skiptast í tvo hópa, játara og píslarvotta sem létu líf sitt fyrir trúna. Meginhlutverk dýrlinga var að vera árnaðarmenn, þ.e. milligöngumenn fólks við Guð. Litið var á dýrlinga sem fyrirmynd um gott og rétt líferni hérna megin grafar en það skiptir einnig miklu máli að dýrlingar voru taldir hafa afl til að milda píslir annars heims.

22. júní 2018
Konur og karlar í Nýyrðum I

Árið 1952 kom út ritið Nýyrði I; orðasafn með um 6.000 nýjum íslenskum orðum. Björn Ólafsson menntamálaráðherra hafði falið Alexander Jóhannessyni, Einari Ól. Sveinssyni og Þorkatli Jóhannessyni að sjá um að hafist yrði handa við að safna nýyrðum og þeir réðu Svein Bergsveinsson til starfsins. Í formála Sveins kemur fram að nýyrðin í bókinni miðist yfirleitt við að þau séu „síðar fram komin en þau orð, sem prentuð eru í Orðabók Sigfúsar Blöndals“. Má því ætla að orðin í Nýyrðum I séu sótt í heimildir u.þ.b. frá tímabilinu 1920–1950.