Skip to main content

Pistlar

22. janúar 2019
Aftökuörnefni

Flutt á fræðafundi Nafnfræðifélagsins í Öskju, Háskóla Íslands, 26. febrúar 2011

Góðir áheyrendur

22. janúar 2019
Nöfn og aftur nöfn

Greinin byggist á fyrirlestri sem haldinn var í Öskju á vegum Nafnfræðifélagsins 18. mars 2010.

 

1. janúar 2019
Sögur af Sæmundi fróða í AM 254 8vo

AM 254 8vo er handrit sem að mestu er skrifað af Árna Magnússyni sjálfum. Það er 388 blaða pappírshandrit (engin blöð eru númer 244–253 þannig að blaðtalið nær upp í 398), nú í þremur bindum, og hefur að geyma ýmsar minnisgreinar hans um Íslendingabók, athugagreinar um örnefni á Suður- og Vesturlandi og kafla úr Maríu sögu.

1. janúar 2019
Jöfnubáðu-örnefni og vangaveltur um eyktamörk

Örnefni með forliðinn Jöfnubáðu- finnast á nokkrum stöðum hér á landi. Ýmiss konar fyrirbæri bera slík nöfn: holt og hólar, klettar og gil svo dæmi séu nefnd. Í Reykholtsdal eru tvö nöfn af þessu tagi: Jöfnubáðugil á Vilmundarstöðum og Jöfnubáðuklettur í landi Búrfells. Á Spágilsstöðum í Dalasýslu er Jöfnubáðuhóll. Af sama meiði er líklega Jöfnubeggjaás á Efri-Hólum í Presthólahreppi (N-Þing.) og er það eina dæmið sem hefur fundist um slíkt nafn í þeim landshluta. Jöfnumbáðusker er skammt utan við Svínanes í Austur-Barðastrandarsýslu.

1. desember 2018
Gamli sáttmáli — AM 45 8vo

Handritið AM 45 8vo er lítil lögbók á skinni sem mikið vantar í, en talið er að hún hafi verið skrifuð á síðari hluta 16. aldar. Handritið hefur að geyma brot af Jónsbók á 8 blöðum, en síðan kemur lagalegt efni á 40 blöðum, þ.e. tvær tilskipanir Vilhjálms kardínála í íslenskri þýðingu, Gamli sáttmáli svonefndur í tveimur gerðum, lagaformálar, réttarbót Kristjáns 2.

1. nóvember 2018
Hvammsbók Njálu – AM 470 4to

Á sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands má meðal annars sjá fjögur handrit sem geyma Brennu-Njáls sögu. Eitt þeirra er svokölluð Hvammsbók (AM 470 4to), nefnd eftir þeim stað þar sem hún var skrifuð: Hvammi í Dölum. Þar bjuggu á 17. öld hjónin Guðlaug Pálsdóttir og Ketill Jörundsson prestur og prófastur, en þau voru amma og afi Árna Magnússonar handritasafnara.

1. nóvember 2018
Hvað á býlið að heita? Um starfsemi örnefnanefndar

Greinin er lítið breytt frá fyrirlestri sem haldinn var þann 29. nóvember 2009 á vegum Nafnfræðifélagsins.

 

Inngangur

Í þessari grein er fjallað um hlutverk og verkefni örnefnanefndar og greint frá starfsemi og helstu viðfangsefnum á tæplega þriggja ára tímabili formennsku minnar í nefndinni, frá febrúar 2007 til nóvember 2009.1 Allar tölulegar upplýsingar miðast við þetta tímabil.

 

1. Hlutverk og verkefni