Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Svanhildur Óskarsdóttir

Svanhildur Óskarsdóttir

Menningarsvið
rannsóknarprófessor

Svanhildur Óskarsdóttir hefur starfað hjá stofnuninni (og forvera hennar) frá árinu 1999. Hún er rannsóknarprófessor á menningarsviði og vinnur að rannsóknum og útgáfum fornra texta. Hún er í sýningarnefnd opnunarsýningar Eddu, Heimur í orðum, og situr í bókasafnsnefnd stofnunarinnar. Svanhildur er varamaður í stjórn Miðaldastofu Háskóla Íslands.

Ritaskrá (IRIS)

Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
Lektor í íslensku nútímamáli og -bókmenntum við University College London 1993–1999. Ráðin til starfa við útgáfu á kvæðum og sálmum Hallgríms Péturssonar hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1999. Sérfræðingur við stofnunina frá 2001 og stofustjóri handritasviðs 2011–2017. Stundakennari við hugvísindasvið Háskóla Íslands (áður heimspekideild) af og til frá 1992 og ritstjóri Ritsins – Tímarits Hugvísindastofnunar HÍ 2004–2005. Svanhildur hafði frumkvæði að því, af hálfu Árnastofnunar, að koma á fót alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum sem haldinn var í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn árið 2004 og árlega síðan, til skiptis í Höfn og Reykjavík.

Svanhildur hefur oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún las til að mynda Passíusálma Hallgríms Péturssonar á Rás 1 í Ríkisútvarpinu árið 1998 og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson árið 2013. Hún sá um Málfarsmínútu í Speglinum á Rás 1 2002–2003 og tók þátt í bókmenntaumræðu í sjónvarpsþættinum Mósaík (RÚV) 2001–2003. Þá fjallaði hún nokkrum sinnum um merk handrit í bókmenntaþættinum Kiljunni árið 2013.

Svanhildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði fræða og menningarlífs. Hún sá um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta árið 2000 og sat í lokadómnefnd verðlaunanna. Hún sat í úthlutunarnefnd starfsstyrkja hjá Hagþenki 2000 og 2001, úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda 2006 og 2007, fagráði hugvísinda á vegum Vísindanefndar Háskóla Íslands 2011–2013, fagráði Rannsóknarsjóðs (hugvísindi og listir) vegna úthlutunar árin 2016–2017 og viðurkenningarráði Hagþenkis 2021–2022. Hún sat í stjórn Radda – Samtaka um vandaðan upplestur og framsögn 2001–2009 og hefur margoft setið í dómnefndum Stóru upplestrarkeppninnar víða um land. Svanhildur var fulltrúi Íslands í ráðgjafarnefnd Alþjóðlegs fornsagnaþings 2003–2018 og formaður undirbúningsnefndar Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingsins sem haldið var í Reykjavík og Reykholti í ágúst 2018. Hún sat í fagráði MA-náms í Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands 2005–2008 og hefur setið í stjórn Miðaldastofu, ýmist sem aðal- eða varamaður, frá 2012.
Doktorspróf (Ph.D.) í norrænum fræðum frá University College London, 2000.
Framhaldsnám í norrænum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og Københavns Universitet 1990–93.
MA-próf í miðaldafræðum frá University of Toronto, 1989.
BA-próf í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands, 1988.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1983.
Rannsóknarsvið: Veraldarsögur, biblíuþýðingar og apókrýf rit, íslensk miðaldahandrit, handrit Njáls sögu, handrit og bókmenntir á siðskiptaöld og árnýöld.

Stýrði rannsóknarverkefninu Breytileiki Njáls sögu sem styrkt var af Rannsóknarsjóði 2011–2013. Var þátttakandi í verkefninu Menningarlegt og félagslegt hlutverk íslenskra kvæða- og sálmahandrita eftir siðskipti sem Margrét Eggertsdóttir stýrði og í verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorssöngs á Íslandi 1500–1700, sem Árni Heimir Ingólfsson stýrði. Bæði verkefnin voru styrkt af Rannsóknarsjóði. Á árunum 2013–16 tók Svanhildur þátt í norrænu rannsóknarverkefni um biblíuþýðingar (Retracing the Reformation: The Dissemination of the Bible in Medieval Scandinavian Culture) sem var styrkt af NOS-HS og Karl G. Johansson prófessor í Osló stýrði. Tekur um þessar mundir þátt í verkefninu Innovation in Icelandic textual culture in the 15th century sem Lena Rohrbach prófessor í Zürich stýrir.
Lúsía

13. desember er Lúsíumessa, helguð píslarvottinum Lúsíu frá Sýrakúsu á Sikiley. Lúsía er ein af þeim eðalbornu jómfrúm sem eiga að hafa liðið píslarvætti á fyrstu öldum kristins siðar fyrir þær sakir að þær vildu varðveita meydóm sinn og helga líf sitt unnustanum eina, Jesú Kristi. Í helgisögum af þessum dýrlingum er fastur liður að jómfrúin er færð fyrir valdsmann sem yfirheyrir hana. Þegar hún neitar að ganga af trú sinni og lúta valdinu er hún pyntuð hroðalega og loks drepin.

Fyrri störf

Lektor í íslensku nútímamáli og -bókmenntum við University College London 1993–1999. Ráðin til starfa við útgáfu á kvæðum og sálmum Hallgríms Péturssonar hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1999. Sérfræðingur við stofnunina frá 2001 og stofustjóri handritasviðs 2011–2017. Stundakennari við hugvísindasvið Háskóla Íslands (áður heimspekideild) af og til frá 1992 og ritstjóri Ritsins – Tímarits Hugvísindastofnunar HÍ 2004–2005. Svanhildur hafði frumkvæði að því, af hálfu Árnastofnunar, að koma á fót alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum sem haldinn var í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn árið 2004 og árlega síðan, til skiptis í Höfn og Reykjavík.

Svanhildur hefur oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún las til að mynda Passíusálma Hallgríms Péturssonar á Rás 1 í Ríkisútvarpinu árið 1998 og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson árið 2013. Hún sá um Málfarsmínútu í Speglinum á Rás 1 2002–2003 og tók þátt í bókmenntaumræðu í sjónvarpsþættinum Mósaík (RÚV) 2001–2003. Þá fjallaði hún nokkrum sinnum um merk handrit í bókmenntaþættinum Kiljunni árið 2013.

Svanhildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði fræða og menningarlífs. Hún sá um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta árið 2000 og sat í lokadómnefnd verðlaunanna. Hún sat í úthlutunarnefnd starfsstyrkja hjá Hagþenki 2000 og 2001, úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda 2006 og 2007, fagráði hugvísinda á vegum Vísindanefndar Háskóla Íslands 2011–2013, fagráði Rannsóknarsjóðs (hugvísindi og listir) vegna úthlutunar árin 2016–2017 og viðurkenningarráði Hagþenkis 2021–2022. Hún sat í stjórn Radda – Samtaka um vandaðan upplestur og framsögn 2001–2009 og hefur margoft setið í dómnefndum Stóru upplestrarkeppninnar víða um land. Svanhildur var fulltrúi Íslands í ráðgjafarnefnd Alþjóðlegs fornsagnaþings 2003–2018 og formaður undirbúningsnefndar Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingsins sem haldið var í Reykjavík og Reykholti í ágúst 2018. Hún sat í fagráði MA-náms í Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands 2005–2008 og hefur setið í stjórn Miðaldastofu, ýmist sem aðal- eða varamaður, frá 2012.

Námsferill

Doktorspróf (Ph.D.) í norrænum fræðum frá University College London, 2000.
Framhaldsnám í norrænum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og Københavns Universitet 1990–93.
MA-próf í miðaldafræðum frá University of Toronto, 1989.
BA-próf í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands, 1988.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1983.

Rannsóknir

Rannsóknarsvið: Veraldarsögur, biblíuþýðingar og apókrýf rit, íslensk miðaldahandrit, handrit Njáls sögu, handrit og bókmenntir á siðskiptaöld og árnýöld.

Stýrði rannsóknarverkefninu Breytileiki Njáls sögu sem styrkt var af Rannsóknarsjóði 2011–2013. Var þátttakandi í verkefninu Menningarlegt og félagslegt hlutverk íslenskra kvæða- og sálmahandrita eftir siðskipti sem Margrét Eggertsdóttir stýrði og í verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorssöngs á Íslandi 1500–1700, sem Árni Heimir Ingólfsson stýrði. Bæði verkefnin voru styrkt af Rannsóknarsjóði. Á árunum 2013–16 tók Svanhildur þátt í norrænu rannsóknarverkefni um biblíuþýðingar (Retracing the Reformation: The Dissemination of the Bible in Medieval Scandinavian Culture) sem var styrkt af NOS-HS og Karl G. Johansson prófessor í Osló stýrði. Tekur um þessar mundir þátt í verkefninu Innovation in Icelandic textual culture in the 15th century sem Lena Rohrbach prófessor í Zürich stýrir.

Pistlar

Lúsía

13. desember er Lúsíumessa, helguð píslarvottinum Lúsíu frá Sýrakúsu á Sikiley. Lúsía er ein af þeim eðalbornu jómfrúm sem eiga að hafa liðið píslarvætti á fyrstu öldum kristins siðar fyrir þær sakir að þær vildu varðveita meydóm sinn og helga líf sitt unnustanum eina, Jesú Kristi. Í helgisögum af þessum dýrlingum er fastur liður að jómfrúin er færð fyrir valdsmann sem yfirheyrir hana. Þegar hún neitar að ganga af trú sinni og lúta valdinu er hún pyntuð hroðalega og loks drepin.