Í tilefni þess að handritin GKS 1002 og 1003 fol. hafa verið mynduð, myndirnar settar á handrit.is ásamt ýtarlegri skráningu, var Susanne M. Arthur fengin til að skrifa um þau handritapistil marsmánaðar.
Á meðal handrita sem varðveitt eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru tvö stór og glæsileg skinnhandrit, GKS 1002 fol. og GKS 1003 fol. Handritin eru klædd rauðu flaueli, kjölur er upphleyptur á uppistöðum og sniðin gyllt.