Skip to main content

Kaupbréf fyrir Reykjavík 1615

Árið 1615 seldi Guðrún Magnúsdóttir jörðina Reykjavík á Seltjarnarnesi, en hún var ekkja eftir Narfa Ormsson lögréttumann. Með samþykki sona sinna seldi sú fróma dándikvinna 50 hundruð í Reykjavík með sinni kirkjueign, en áður hafði konungur eignast 10 hundruð í Reykjavík, sem var 60 hundraða jörð. Kaupandi var Herluf Daa höfuðsmaður fyrir hönd konungs. Guðrún fékk í mót Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kiðafell í Kjós.

Fornbréf frá Stóru Papey - Óblíð orð á Stóru Papey árið 1299

Á sumarþingi á Tingwall árið 1299 rituðu lögþingsmenn á Hjaltlandi bréf (nú AM dipl. norv. fasc. C3 a) sem fjallar um deilur varðandi jarðamat á eynni Stóru Papey, nú Papa Stour. Þetta er elsta varðveitta bréf frá Hjaltlandi, svo kunnugt sé. Það fjallar um ásakanir sem bornar voru á Þorvald Þórisson, sýslumann, um að hann hafi ranglega tekið sér hluta af skattgjaldi af eyjunni, sem hann átti að gjalda Hákoni Magnússyni jarli, bróður Eiríks Noregskonungs.

Ættarnöfn á Íslandi

Þessi skrá um ættarnöfn á Íslandi er birt hér á vinnslustigi til þess að afla nánari upplýsinga um tilkomu nafnanna hér á landi. Hún byggist á ýmsum heimildum, ekki síst Ættarnafnabók, sem stjórnvöld skráðu í ættarnöfn á árunum 1915-1925. Á þeim árum var leyft að skrá ættarnöfn opinberlega og greiddu menn fyrir skráningu nafnanna. Ættarnöfn höfðu smám saman verið að festa sig í sessi á Íslandi á öldunum á undan, bæði tóku Íslendingar sem dvöldu erlendis við nám upp ættarnöfn og eins komu erlendir menn, einkum kaupmenn og athafnamenn, sem hér settust að, upp ættarnöfnum sínum hérlendis.

kjallari

Orðið kjallari ‘hluti húss undir jarðhæð, að hluta eða öllu leyti niðurgrafinn’ kemur þegar fyrir á nokkrum stöðum í fornu máli (sjá Fritzner undir kjallari). Það kemur þar stundum fyrir í myndinni kelleri og er talið vera gamalt tökuorð í norrænum málum úr fornsaxnesku, en þangað komið úr latínu cellarium ‘forðabúr.’ Orðið kjallari hefur þegar í fornmáli getið af sér samsett orð eins og kjallaramaðursteinkjallarivínkjallari.

stígvél

Stundum er sagt að íslenska sé óvenjulega gegnsætt tungumál og er þá gert ráð fyrir því að almennt sé hægt að ráða merkingu orða af útliti þeirra eða hljómi. 

prímus

Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má m.a. finna eftirfarandi dæmi um orðið: