Skip to main content

Jónsbók – Elsta Jónsbókin AM 134 4to

Skinnhandritið AM 134 4to er elsta handrit Jónsbókar sem varðveist hefur, eða frá lokum 13. aldar. Hugsanlega var handritið skrifað á bilinu 1281–1294 eða skömmu eftir lögtöku Jónsbókar árið 1281.

Kaupbréf fyrir Reykjavík 1615

Árið 1615 seldi Guðrún Magnúsdóttir jörðina Reykjavík á Seltjarnarnesi, en hún var ekkja eftir Narfa Ormsson lögréttumann. Með samþykki sona sinna seldi sú fróma dándikvinna 50 hundruð í Reykjavík með sinni kirkjueign, en áður hafði konungur eignast 10 hundruð í Reykjavík, sem var 60 hundraða jörð. Kaupandi var Herluf Daa höfuðsmaður fyrir hönd konungs. Guðrún fékk í mót Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kiðafell í Kjós.

Fornbréf frá Stóru Papey - Óblíð orð á Stóru Papey árið 1299

Á sumarþingi á Tingwall árið 1299 rituðu lögþingsmenn á Hjaltlandi bréf (nú AM dipl. norv. fasc. C3 a) sem fjallar um deilur varðandi jarðamat á eynni Stóru Papey, nú Papa Stour. Þetta er elsta varðveitta bréf frá Hjaltlandi, svo kunnugt sé. Það fjallar um ásakanir sem bornar voru á Þorvald Þórisson, sýslumann, um að hann hafi ranglega tekið sér hluta af skattgjaldi af eyjunni, sem hann átti að gjalda Hákoni Magnússyni jarli, bróður Eiríks Noregskonungs.

Kvæðabók úr Vigur – AM 148 8vo

Þann 25. júní síðastliðinn var opnuð í Vigur í Ísafjarðardjúpi sjötta sýningin í verkefninu Handritin alla leið heim. Í fjósinu í Vigur má því í sumar sjá vandaða eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar af merku handriti sem til varð í eynni og er kennt við hana: Kvæðabók úr Vigur. Sýningin er haldin samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða, heimamenn í Vigur og embætti prófessors Jóns Sigurðssonar.

kjallari

Orðið kjallari ‘hluti húss undir jarðhæð, að hluta eða öllu leyti niðurgrafinn’ kemur þegar fyrir á nokkrum stöðum í fornu máli (sjá Fritzner undir kjallari). Það kemur þar stundum fyrir í myndinni kelleri og er talið vera gamalt tökuorð í norrænum málum úr fornsaxnesku, en þangað komið úr latínu cellarium ‘forðabúr.’ Orðið kjallari hefur þegar í fornmáli getið af sér samsett orð eins og kjallaramaðursteinkjallarivínkjallari.