Skip to main content

Gísli Sigurðsson

<p>Gísli Sigurðsson hefur starfað á Árnastofnun frá 1990. Hann hefur séð um sýningar um forn fræði og handritin, unnið að alþýðlegum útgáfum forntexta, skrifað bækur um gelísk áhrif á Íslandi, munnlega hefð og fornsögur, og um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir; einnig lagt stund á þáttagerð í útvarpi og skrifað ritdóma og greinar í blöð og tímarit, auk þess að ritstýra útgáfu vesturíslenskra munnmæla, ýmsum fræðiritum og tímariti stofnunarinnar Griplu. Þá kennir Gísli stöku sinnum í þjóðfræðadeild HÍ.</p> Gísli Sigurðsson Menningarsvið 525 4013 <a href="mailto:gisli.sigurdsson@arnastofnun.is">gisli.sigurdsson@arnastofnun.is</a>
Reykjarfjarðarbók Sturlungu

Dálkr var bróðir Þorgils Hafliðasonar. Hann var faðir Bersa, föður Dálks, föður Halldórs prests í Saurbæ, föður Þorsteins, er átti Ingigerði Filippuss dóttur, Sæmundar sonar. Þeira dóttir var Guðrún, er Benedikt átti fyrr, en síðar herra Kolbeinn Auðkýlingr. Hallbera abbadís var önnur dóttir Þorsteins bónda ok Ingigerðar.

Úlfar Bragason

<p>Úlfar Bragason, prófessor emeritus, hóf störf árið 1988 á Stofnun Sigurðar Nordals, sem var ein þeirra fimm stofnana sem urðu að sameinaðri Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2006. Úlfar gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals 1988–2006 en við sameininguna varð hann stofustjóri alþjóðasviðs nýrrar Árnastofnunar. Úlfar byggði upp starfsemi Stofnunar Sigurðar Nordals, sem sett var á fót 1986, vann að því að húsið Þingholtsstræti 29 yrði endurgert í upprunalegri mynd og kom stofnuninni þar fyrir. Úlfar Bragason <a href="mailto:ulfar.bragason@arnastofnun.is">ulfar.bragason@arnastofnun.is</a>
Postulinn Páll á íslensku bókfelli

AM 84 8vo er eitt þeirra handrita sem sýnd voru fyrr í vetur í Schirn Kunsthalle í Frankfurt í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á bókamessunni þar í borg. Þetta er skinnbók í átta blaða broti, 13 x 9,5 sm að stærð, talin skrifuð um 1550. Í bókinni eru 55 blöð sem raðað er í 7 kver sem saumuð eru með skinnþvengjum inn í þykka skinnkápu.  Leturflötur hverrar blaðsíðu er 10 x 6,7 sm og línufjöldi á síðu 20.

Jónsbókarhandrit frá 14. öld

Flestar varðveittar skinnbækur frá miðöldum geyma lög, fyrst og fremst Jónsbók frá 1281 og kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar frá 1275, auk réttarbóta konungs og kirkjuskipana. Til eru hátt á annað hundrað lögbóka og lögbókarbrota frá miðöldum, nærri fjórðungur allra íslenskra handrita og handritsbrota á skinni sem til eru. Þegar Árni Magnússon var rétt rúmlega tvítugur eignaðist hann þrjár veglegar lögbækur frá 14. öld hjá vinum og vandmönnum í Dalasýslu. Þær urðu kveikjan að handritasöfnun hans.