<p>Gísli Sigurðsson hefur starfað á Árnastofnun frá 1990. Hann hefur séð um sýningar um forn fræði og handritin, unnið að alþýðlegum útgáfum forntexta, skrifað bækur um gelísk áhrif á Íslandi, munnlega hefð og fornsögur, og um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir; einnig lagt stund á þáttagerð í útvarpi og skrifað ritdóma og greinar í blöð og tímarit, auk þess að ritstýra útgáfu vesturíslenskra munnmæla, ýmsum fræðiritum og tímariti stofnunarinnar Griplu. Þá kennir Gísli stöku sinnum í þjóðfræðadeild HÍ.</p>
Menningarsvið
525 4013
<a href="mailto:gisli.sigurdsson@arnastofnun.is">gisli.sigurdsson@arnastofnun.is</a>
Úlfar Bragason
<p>Úlfar Bragason, prófessor emeritus, hóf störf árið 1988 á Stofnun Sigurðar Nordals, sem var ein þeirra fimm stofnana sem urðu að sameinaðri Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2006. Úlfar gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals 1988–2006 en við sameininguna varð hann stofustjóri alþjóðasviðs nýrrar Árnastofnunar. Úlfar byggði upp starfsemi Stofnunar Sigurðar Nordals, sem sett var á fót 1986, vann að því að húsið Þingholtsstræti 29 yrði endurgert í upprunalegri mynd og kom stofnuninni þar fyrir.
<a href="mailto:ulfar.bragason@arnastofnun.is">ulfar.bragason@arnastofnun.is</a>