Skip to main content

Rósa Þorsteinsdóttir

<p>Rósa Þorsteinsdóttir sér um þjóðfræðisafn stofnunarinnar og skráningu þess í gagnagrunninn ismus.is. Hún hefur verið rannsóknarlektor frá árinu 2009 og unnið að rannsóknum á ævintýrum og sagnafólki. Hún hefur einnig séð um útgáfur á ýmsu efni úr þjóðfræðisafninu, mest tónlist og kveðskap, stýrt rannsóknarverkefnum og kennt ýmis námskeið um rímnakeðskap og alþýðutónlist, söfnun þjóðfræðaefnis og þjóðsagnafræði.</p> Rósa Þorsteinsdóttir Menningarsvið 525 4020 <a href="mailto:rosa.thorsteinsdottir@arnastofnun.is">rosa.thorsteinsdottir@arnastofnun.is</a>
Sögubók af Ströndum

Í Árnasafni í Reykjavík er slitin skinnbók með dökkum og máðum síðum frá um 1500 sem ber safnmarkið AM 551 a 4to. Í bókinni eru fremst nokkrar línur úr Bárðar sögu Snæfellsáss, en svo koma Víglundar saga (bl. 1r–7v) og Grettis saga (bl. 7v–53r), en það eru eyður í báðum; bl. 53v er autt. Niðurlag Bárðar sögu nær aðeins yfir 16 línur á fremstu blaðsíðu en fremst í handritinu er ræma úr blaði inn við kjöl þar sem sjá má bókstafi í 32 línum á framhliðinni (á bl. 1r eru 43 línur).

Ærið gömul predikunarbók

Í Árnasafni í Reykjavík eru tvö samföst blöð (tvinn) með tveimur hómilíum sem bera safnmarkið AM 237 a fol. og eru talin skrifuð um 1150. „Er ur æred gamalle predikunar bok“ skrifar Árni Magnússon á seðil sem fylgir blöðunum. Hingað til hefur verið talið að þessi blöð séu elstu varðveittu blöðin með efni á norrænu og er margt sem bendir til að svo sé þótt það sé ekki ótvírætt. Blöðin eru úr stærra handriti sem hefur án efa verið eign kirkju þar sem önnur hómilían er predikun sem flytja skyldi á vígsludegi hennar (kirkjudegi).

Brot úr tvísöngsbók frá um 1500 (AM 687 b 4to)

Tvísöngur er iðulega talinn með merkari tónlistarhefðum Íslendinga fyrr á öldum. Þó hefur fátt varðveist af slíkum lögum í handritum frá því fyrir siðaskipti. Handritsbrotið AM 687 b 4to er með merkustu heimildum um slíkan söng þótt það sé smátt í sniðum, ekki nema tvö samföst blöð eða eitt tvinn í smáu broti, 16.8x11.4cm.

Skrifarinn Ásgeir Jónsson

AM 558 a 4to er eitt af mörgum, fleiri en 150, handritum skrifuðum af Ásgeiri Jónssyni skrifara Árna Magnússonar og Þormóðs Torfasonar. Handritið er eftirrit Valla-Ljóts sögu eftir óþekktu forriti og var skrifað milli 1686 og 1688 í Kaupmannahöfn. Ásgeir fékk uppreisn æru eftir barnsgetnað utan hjónabands og komst upp úr því til Kaupmannahafnar, líklega haustið 1686, með meðmælabréf til háskólans. Hann er skráður í stúdentatölu 19. nóvember en að öðru leyti er ekkert vitað um háskólaferil hans.

Dómasafn vestan af fjörðum

AM 193 4to er skrifað á pappír um 1700 af um það bil tíu skrifurum sem flestir hafa starfað á Vestfjörðum. Handritið kom sennilega þaðan til Árna Magnússonar ásamt öðrum handritum sömu gerðar. Þetta handrit er 146 blöð, 21 kver, 21,3 sm á hæð, 17 sm á breidd, um 3 sm á þykkt. Kverin eru saumuð saman innan í ljósa skinnkápu sem brotin er til hálfs á framhlið bókarinnar og er henni lokað með þrígreindum skinnþvengjum sem festir eru við kápuna en út frá þeim liggur einn þvengur með tréhnapp á endanum.

Melsteðs Edda SÁM 66

Konungsbók Eddukvæða frá um 1270 er elsta safn eddukvæða og frægust allra íslenskra bóka við hlið Eddu Snorra Sturlusonar (1178/9–1241). Kvæðin fjalla um heiðin goð og hetjur en þekking á kvæðunum liggur til grundvallar goða- og skáldskaparfræðinni í Snorra Eddu. Þessar tvær merkustu heimildir um forna norræna goðafræði og samgermanskar hetjusögur um Sigurð Fáfnisbana og Niflunga sameinast í handritinu SÁM 66 sem Jakob Sigurðsson (um 1727-1779) skrifaði á árunum 1765 og 1766. Nafn skrifarans er fólgið í rammvillingsletri sem Jónas Kristjánsson réð.