Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Soffía Guðný Guðmundsdóttir

Soffía Guðný Guðmundsdóttir

Menningarsvið
doktorsnemi / starfar við verkefnið Scaldic Poetry

Heiti doktorsverkefnis: Arons saga Hjörleifssonar – tilurð, varðveisla og viðfangsefni

Saga Arons telst til samtíðarsagna og tengist atburðum sem greint er frá í Sturlunga sögu og Guðmundar sögu biskups A. Sagan hefur aðeins varðveist í einu miðaldahandriti frá fyrri hluta 15. aldar en í því voru tvær textaeyður þegar það var afritað á 17. öld. Saga Arons hefur þrívegis verið prentuð, sem viðauki Sturlungu eða Biskupasagna. Textaeyður voru þá fylltar efni úr Guðmundarsögu A og vísur Arons sögu taldar 16, þó einungis 11 séu varðveittar. Rannsóknin er þríþætt: 1) Handritageymdin er könnuð, m.a. vísnageymdin, og birt með rafrænum hætti. 2) Tilurð sögunnar og samsetning er rannsökuð, m.a. hvort ólíkir efnisþættir ásamt vísnageymd og samspili vísna og lausamáls varpi ljósi á ritun hennar og mögulega umritun. Rýnt er í textasamhengi Arons sögu, Guðmundarsögu A og Sturlungu, m.a. út frá rannsóknargögnum alþjóðlega útgáfuverkefnisins Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, og tekist á við spurningar um víxlverkandi eða gagnkvæm textaáhrif í sagnaritun 14. aldar. 3) Viðfangsefni eru greind með nákvæmum lestri, og samanburðarlestri við samtímasögur og Íslendinga sögur. Efnisþættir, þemu og þræðir, minni og merking þeirra rædd, samhliða öðrum lykilatriðum í túlkuninni. Vísur Arons sögu verða búnar til útgáfu í 4. bindi Skaldic-útgáfunnar, með þeim rannsóknaraðferðum sem ritstjórnin hefur mótað.

Leiðbeinandi er Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði (Rannís).


Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
2014– Deildarstjóri, 50% starf frá 1. okt. á stjórnsýslusviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í launalausu leyfi frá 31. jan. 2017 til að stunda rannsóknarvinnu.
2014–2016 Starfsmaður Landsnefndar Íslands um Minni heimsins. Undirbjó og stýrði vinnu og viðburðum vegna fyrstu skráninga verka á landsskrá Íslands um Minni heimsins, varðveisluskrá UNESCO um andlegan menningararf.
2011–2014 Verkefnisstjóri og aðalhöfundur samstarfsverkefnis í fjórum löndum, Islandske middelalderhåndskrifter og norrøn kulturhistorie, um fræðsluvefinn Handritin heima www.handritinheima.is Í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn, Heimi Pálsson fyrrverandi lektor við Institutionen för nordiska språk, Háskólanum í Uppsölum og Norrænudeild Christian-Albrechts Háskólans í Kíl. Verklok 1. mars 2014.
2010 Vann að fjármögnun og framgangi samstarfsverkefnis í fjórum löndum, Islandske middelalderhåndskrifter og norrøn kulturhistorie, um fræðsluvefinn Handritin heima www.handritinheima.is (sjá veitta styrki og útg.).
2010 Verkefnisstjóri, tímabundið, við Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Mótun verkefnis og styrkjaöflun: Samstarfsverkefni um varðveislu, skráningu og birtingu heimilda munnlegrar sögu. Í samstarfshópnum voru auk Fræðaseturs HÍ á Norðurlandi vestra, þjóðfræðisvið Árnastofnunar, Landsbókasafn–háskólabókasafn, Miðstöð munnlegrar sögu, Tónlistarsafn Íslands (ÍSMÚS), Forsvar ehf., Fræðafélag Vestur-Húnvetninga og Héraðsskjalasafnið á Hvammstanga.
2010 Uppskrift vísna úr Ragnars sögu loðbrókar í uppskafningshluta lögbókarhandritsins Heynesbókar AM 147 4to, fyrir Rory McTurk fyrrv. prófessor við háskólann í Leeds og væntanlega útgáfu hans í Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages.
2008–2009 Deildarstjóri, í 50% starfi frá 1. ágúst 2008 – 31. des. 2009, á skrifstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
2004 Kennsla á námskeiði í íslensku fyrir útlendinga við Endurmenntun Háskóla Íslands.
2003–2004 Samning kennsluefnis við fræðsluvefinn Handritin heima fyrir Námsgagnastofnun.
2002–2004 Kennsla á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga við Tækniháskóla Íslands.
2002 Sumarstarfsmaður og afleysing safnkennara á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar.
2001–2002 Unnið að fjármögnun og framgangi verksins Handritin heima: fræðsluefni um íslensk handrit og menningarsögu á vef.
1999–2000 Sumarstarfsmaður og afleysing safnkennara á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar bæði sumrin. Afleysingar við safnkennslu á veturna.
1998 Sumarstarfsmaður á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar. Unnið að verkefninu Farandsýningin Handritin heima ásamt Laufeyju Guðnadóttur, með styrk frá Nýsköpunarsjóði íslenskra námsmanna.
1998–2005 Íslenskukennsla í hlutastarfi við frumgreinadeild Tækniskóla Íslands, (Tækniháskóla Íslands frá 2002, Háskólans í Reykjavík frá 2005).
2017 Hóf doktorsnám í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands.
2005–2009 Stundaði M.A.-nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands (120e). Lauk 75e úr námskeiðum.
2005 M.Paed.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands (90e). Lokaverkefni: Á slóð handrita – af fræðsluvef og kennsluefni um íslensk handrit og menningar-sögu. Meðhöfundur: Laufey Guðnadóttir. Leiðbeinandi: Guðrún Nordal. Lauk námi með 110e.
2002 B.A.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands (180e). Lokaritgerð: Innviðir Finnboga sögu. Leiðbeinandi: Guðrún Nordal.
2001 Námskeið í stjórnun lista- og menningarstofnana á vegum jafnréttisátaks Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu.
1999–2000 Sótti námskeið á M.A.-stigi í íslenskum fræðum.
1997–1999 Nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands.
1993–1997 Stundaði nám til B.A.-prófs í íslensku við Háskóla Íslands.
1984–1986 Nám við Kennaraháskóla Íslands, 26e (52e) lokið.
2017–2019 Rannsóknarvinna í 100% starfi frá 1. feb. 2017 við verkefnið Skáldskaparmálið í sögum um Ísland undir stjórn Guðrúnar Nordal. Verkefnið er til þriggja ára og styrkt af Rannís. 2014–2017 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 50% starfi) frá 1. okt. við útgáfu drótt-kvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, undir stjórn Guðrúnar Nordal.
2011–2014 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í hlutastarfi) frá 1. nóv. við útgáfu dróttkvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, undir stjórn Guðrúnar Nordal (25% starf nóv.–des. 2011, 70% starf frá 2012–2014).
2008–2009 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 50–70% starfi) frá 1. okt. 2008 – 31. des. 2009, við Dróttkvæði á nýrri öld undir stjórn Guðrúnar Nordal.
2007–2008 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 100% starfi) frá 1. maí 2007 – 31. ágúst 2008, við Dróttkvæði á nýrri öld undir stjórn Guðrúnar Nordal.
2006–2007 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 100% starfi) frá 15. sept. 2006 – 1. maí 2007, við Heildarútgáfu dróttkvæða undir stjórn Guðrúnar Nordal.

Fyrri störf

2014– Deildarstjóri, 50% starf frá 1. okt. á stjórnsýslusviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í launalausu leyfi frá 31. jan. 2017 til að stunda rannsóknarvinnu.
2014–2016 Starfsmaður Landsnefndar Íslands um Minni heimsins. Undirbjó og stýrði vinnu og viðburðum vegna fyrstu skráninga verka á landsskrá Íslands um Minni heimsins, varðveisluskrá UNESCO um andlegan menningararf.
2011–2014 Verkefnisstjóri og aðalhöfundur samstarfsverkefnis í fjórum löndum, Islandske middelalderhåndskrifter og norrøn kulturhistorie, um fræðsluvefinn Handritin heima www.handritinheima.is Í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn, Heimi Pálsson fyrrverandi lektor við Institutionen för nordiska språk, Háskólanum í Uppsölum og Norrænudeild Christian-Albrechts Háskólans í Kíl. Verklok 1. mars 2014.
2010 Vann að fjármögnun og framgangi samstarfsverkefnis í fjórum löndum, Islandske middelalderhåndskrifter og norrøn kulturhistorie, um fræðsluvefinn Handritin heima www.handritinheima.is (sjá veitta styrki og útg.).
2010 Verkefnisstjóri, tímabundið, við Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Mótun verkefnis og styrkjaöflun: Samstarfsverkefni um varðveislu, skráningu og birtingu heimilda munnlegrar sögu. Í samstarfshópnum voru auk Fræðaseturs HÍ á Norðurlandi vestra, þjóðfræðisvið Árnastofnunar, Landsbókasafn–háskólabókasafn, Miðstöð munnlegrar sögu, Tónlistarsafn Íslands (ÍSMÚS), Forsvar ehf., Fræðafélag Vestur-Húnvetninga og Héraðsskjalasafnið á Hvammstanga.
2010 Uppskrift vísna úr Ragnars sögu loðbrókar í uppskafningshluta lögbókarhandritsins Heynesbókar AM 147 4to, fyrir Rory McTurk fyrrv. prófessor við háskólann í Leeds og væntanlega útgáfu hans í Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages.
2008–2009 Deildarstjóri, í 50% starfi frá 1. ágúst 2008 – 31. des. 2009, á skrifstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
2004 Kennsla á námskeiði í íslensku fyrir útlendinga við Endurmenntun Háskóla Íslands.
2003–2004 Samning kennsluefnis við fræðsluvefinn Handritin heima fyrir Námsgagnastofnun.
2002–2004 Kennsla á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga við Tækniháskóla Íslands.
2002 Sumarstarfsmaður og afleysing safnkennara á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar.
2001–2002 Unnið að fjármögnun og framgangi verksins Handritin heima: fræðsluefni um íslensk handrit og menningarsögu á vef.
1999–2000 Sumarstarfsmaður og afleysing safnkennara á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar bæði sumrin. Afleysingar við safnkennslu á veturna.
1998 Sumarstarfsmaður á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar. Unnið að verkefninu Farandsýningin Handritin heima ásamt Laufeyju Guðnadóttur, með styrk frá Nýsköpunarsjóði íslenskra námsmanna.
1998–2005 Íslenskukennsla í hlutastarfi við frumgreinadeild Tækniskóla Íslands, (Tækniháskóla Íslands frá 2002, Háskólans í Reykjavík frá 2005).

Námsferill

2017 Hóf doktorsnám í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands.
2005–2009 Stundaði M.A.-nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands (120e). Lauk 75e úr námskeiðum.
2005 M.Paed.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands (90e). Lokaverkefni: Á slóð handrita – af fræðsluvef og kennsluefni um íslensk handrit og menningar-sögu. Meðhöfundur: Laufey Guðnadóttir. Leiðbeinandi: Guðrún Nordal. Lauk námi með 110e.
2002 B.A.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands (180e). Lokaritgerð: Innviðir Finnboga sögu. Leiðbeinandi: Guðrún Nordal.
2001 Námskeið í stjórnun lista- og menningarstofnana á vegum jafnréttisátaks Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu.
1999–2000 Sótti námskeið á M.A.-stigi í íslenskum fræðum.
1997–1999 Nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands.
1993–1997 Stundaði nám til B.A.-prófs í íslensku við Háskóla Íslands.
1984–1986 Nám við Kennaraháskóla Íslands, 26e (52e) lokið.

Rannsóknir

2017–2019 Rannsóknarvinna í 100% starfi frá 1. feb. 2017 við verkefnið Skáldskaparmálið í sögum um Ísland undir stjórn Guðrúnar Nordal. Verkefnið er til þriggja ára og styrkt af Rannís. 2014–2017 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 50% starfi) frá 1. okt. við útgáfu drótt-kvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, undir stjórn Guðrúnar Nordal.
2011–2014 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í hlutastarfi) frá 1. nóv. við útgáfu dróttkvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, undir stjórn Guðrúnar Nordal (25% starf nóv.–des. 2011, 70% starf frá 2012–2014).
2008–2009 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 50–70% starfi) frá 1. okt. 2008 – 31. des. 2009, við Dróttkvæði á nýrri öld undir stjórn Guðrúnar Nordal.
2007–2008 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 100% starfi) frá 1. maí 2007 – 31. ágúst 2008, við Dróttkvæði á nýrri öld undir stjórn Guðrúnar Nordal.
2006–2007 Verkefnisstjóri (rannsóknarvinna í 100% starfi) frá 15. sept. 2006 – 1. maí 2007, við Heildarútgáfu dróttkvæða undir stjórn Guðrúnar Nordal.