Úr biskupshúfu
Bókin 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar er nýkomin út. Í henni er meðal annars þessi skemmtilegi pistill Peters Springborg um eitt þeirra handrita sem er að finna í Árnasafni í Kaupmannahöfn:
NánarBókin 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar er nýkomin út. Í henni er meðal annars þessi skemmtilegi pistill Peters Springborg um eitt þeirra handrita sem er að finna í Árnasafni í Kaupmannahöfn:
NánarÍ lok fyrra mánaðar var í Tjarnarlundi í Saurbæ opnuð fyrsta sýningin í verkefninu Handritin alla leið heim. Við það tækifæri afhenti Kjartan Sveinsson tónlistarmaður Sigurði Þórólfssyni bónda eftirgerð Staðarhólsbókar rímna sem sýnd verður í Dölunum á næstu mánuðum.
NánarAM 558 a 4to er eitt af mörgum, fleiri en 150, handritum skrifuðum af Ásgeiri Jónssyni skrifara Árna Magnússonar og Þormóðs Torfasonar. Handritið er eftirrit Valla-Ljóts sögu eftir óþekktu forriti og var skrifað milli 1686 og 1688 í Kaupmannahöfn.
NánarKonungsbók Eddukvæða frá um 1270 er elsta safn eddukvæða og frægust allra íslenskra bóka við hlið Eddu Snorra Sturlusonar (1178/9–1241). Kvæðin fjalla um heiðin goð og hetjur en þekking á kvæðunum liggur til grundvallar goða- og skáldskaparfræðinni í Snorra Eddu.
NánarDálkr var bróðir Þorgils Hafliðasonar. Hann var faðir Bersa, föður Dálks, föður Halldórs prests í Saurbæ, föður Þorsteins, er átti Ingigerði Filippuss dóttur, Sæmundar sonar. Þeira dóttir var Guðrún, er Benedikt átti fyrr, en síðar herra Kolbeinn Auðkýlingr. Hallbera abbadís var önnur dóttir Þorsteins bónda ok Ingigerðar.
NánarAM 84 8vo er eitt þeirra handrita sem sýnd voru fyrr í vetur í Schirn Kunsthalle í Frankfurt í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á bókamessunni þar í borg.
NánarÞann 7. febrúar síðast liðinn færði dr. Margaret Cormack stofnuninni lítið en forkunnarfagurt handrit að gjöf. Það er hluti tíðabókar frá miðri 15. öld sem skrifuð var og lýst í Frakklandi.
Nánar