Nýlega var úthlutað styrkjum úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Þrjú verkefni á orðfræðisviði stofnunarinnar hlutu styrk fyrir árið 2011:
- Jón Hilmar Jónsson og Sigrún Helgadóttir fengu styrk til nýs verkefnis, Merkingarleg greining og flokkun í tengslum við málfræðilega mörkun.
- Ásta Svavarsdóttir fékk styrk til verkefnisins Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar, þriggja ára verkefnis sem hófst á síðasta ári.
- Guðrún Kvaran og Sigrún Helgadóttir fengu styrk til verkefnisins Efling Textasafns OH fyrir orðfræðirannsóknir sem hófst 2010.