Skip to main content

Fréttir

Stofnunin fær aðgang að textahandritasafni


Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fengu í dag afhentan aðgang að textahandritasafni Fjölmiðlavaktarinnar. Tilgangurinn er að auðvelda fræðastofnunum að vinna að rannsóknum á þróun og varðveislu íslenskrar tungu. Safnið hefur að geyma þúsundir handrita útvarps- og sjónvarpsfrétta. Guðrún Kvaran stofustjóri á orðfræðisviði tók við gjöfinni fyrir hönd stofnunarinnar.