Skip to main content

Fréttir

Ætt og saga eftir Úlfar Bragason

Út er komin bókin Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu eftir Úlfar Bragason rannsóknarprófessor á stofnuninni.

Sturlunga saga er samsteypa veraldlegra samtíðarsagna sem fjalla um sögulega atburði hér á landi á 12. og 13. öld. Sturlunga hefur einkum verið notuð sem heimild í sagnfræðirannsóknum. Í þessari bók er hins vegar lögð áhersla á tjáningarform veraldlegra samtíðarsagna og sögurnar og samsteypuna í heild sem skoðanaskipti um atburðina, sem fjallað er um, án þess að tekin sé afstaða til sanninda frásagnarinnar. Þeirri skoðun er haldið fram að nauðsynlegt sé að athuga frásagnarfræði Sturlungu áður en hún er notuð sem söguleg heimild. Heimildargildi hennar liggur ekki síður í hvernig hún er sögð en hvað er sagt.

Háskólaútgáfan gefur bókina út, nánari upplýsingar má fá á heimasíðu hennar: