Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur hlotið tæplega sjö milljóna króna styrk úr Rannsóknarsjóði til að vinna verkefnið: Breytileiki Njáls sögu.
Verkefnisstjóri er Svanhildur Óskarsdóttir, stofustjóri á handritasviði stofnunarinnar. Meðumsækjendur voru Haraldur Bernharðsson og Margrét Eggertsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Sveinn Yngvi Egilsson (Háskóli Íslands), Emily Lethbridge (University of Cambridge) og Ludger Zeevaert (University of Liége).
Alls bárust Rannsóknarsjóði 209 umsóknir um verkefnastyrki. Af 204 gildum umsóknum voru 33 styrktar eða 16,2% umsókna.