Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 1,5 milljónir til kynningar á ISLEX-orðabókinni fyrir börn og unglinga. Styrkurinn er veittur úr Norræna málaátakinu (Nordisk sprogkampagne) sem er sérstakt verkefni innan Norrænu ráðherranefndarinnar og stofnað var til í formennskutíð Íslendinga árið 2009 og á að stuðla að betri málskilningi barna og unglinga á Norðurlöndunum. Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri á stofnuninni stýrir verkefninu.