Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands efnir Hugvísindasvið Háskólans til textasamkeppni.
Valdir verða 25 textar úr innsendu efni og þeir hafðir til sýnis í Kringlunni frá 11. til 19. mars. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá bestu textana og þeir verða jafnframt birtir í Fréttablaðinu og væntanlegu vefriti Hugvísindasviðs.
Dómnefnd skipuð lektor í ritlist og tveimur rithöfundum velur úr 25 bestu textana og veitir verðlaun fyrir þá 3 sem þykja skara fram úr. Skilafrestur er til 15. febrúar.