Skip to main content

Fréttir

Tímabundnar rannsóknarstöður lausar til umsóknar - Two temporary research positions available


:::English version below:::

Auglýst er eftir umsóknum um tvær rannsóknarstöður við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og verða þær veittar til eins, tveggja eða þriggja ára. Stöðurnar verða tengdar nöfnum Árna Magnússonar og Sigurðar Nordals. Gert er ráð fyrir að stöðuhafi kynni rannsóknir á málstofu eða sinni einhverri kennslu skv. nánara samkomulagi. Laun verða skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra. Umsækjendur skulu hafa doktorspróf á fræðasviði stofnunarinnar eða geta lagt fram verk sem meta megi jafngild doktorsriti. Með umsóknum skal senda skýrslu um menntun, fyrri störf og reynslu af rannsóknum ásamt afritum prófskírteina, ritaskrá og eintökum af nýlegum verkum sem umsækjandi vill láta taka tillit til. Þá skal fylgja rækileg áætlun um þær rannsóknir sem umsækjandi hyggst stunda á tímabilinu. Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ræður í stöðurnar að fenginni umsögn húsþings. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2007. Umsóknir skulu sendar til forstöðumanns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði v/Suðurgötu Reykjavík. Stefnt er að því að ráða í störfin ekki síðar en 1. mars. Öllum umsóknum verður svarað.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varð til með lögum sem Alþingi samþykkti 2. júní 2006. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að „vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta“, sbr. nánari skilgreiningu í 3. gr. laganna. Um rannsóknarstöður þær sem hér eru auglýstar er fjallað í 7. gr. laganna. Upplýsingar um stofnunina er að finna á vefsetri hennar: www.arnastofnun.is. Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir forstöðumaður Vésteinn Ólason í síma 525 4011, netfang: vesteinn@hi.is.



:::English version:::

Applications are being sought for two temporary research positions at the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. The appointments will be for one, two or three years. The positions are named for Árni Magnússon and for Sigurður Nordal, respectively. It is expected that the holder of each position will present his/her research in a seminar or through some form of teaching – this will be agreed upon later. The salary will be on the scale set by the Association of University Teachers and the Minister of Finance. Applicants should have a doctor’s degree, or present evidence of work which can be considered the equivalent of a doctorate, within the Institute’s field of study. Applications should include a curriculum vitae covering education, former positions and research experience, together with copies of diplomas, bibliographies and recent work which the applicant wishes to be considered. Applications should also be accompanied by a detailed plan of the research which the applicant envisages during the term of the appointment. The Director of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies will make the appointments upon receipt of a report from the current staff. The deadline for submitting applications is February 5, 2007; they should be addressed to

The Director
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði v/ Suðurgötu
101 Reykjavík
Iceland

It is anticipated that the appointments will be made by March 1. All applications will be responded to.

The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies was established by law in the Icelandic Parliament on June 2, 2006. The function of the Institute includes “carrying on research in Icelandic studies and related fields, especially in the area of Icelandic literature and language.” For further details see Article 3 of the law. The research positions advertised here are stipulated in Article 7. Information about the Institute can be found on its website: www.arnastofnun.is. Further details about the positions will be provided by the Director, Vésteinn Ólason: telephone 525 4011, e-mail vesteinn@hi.is.