Skip to main content

Fréttir

Um örnefni við Eyjafjörð og líkamsheiti í örnefnum


Valgarður Egilsson læknir flytur fyrirlestur hjá Nafnfræðifélaginu kl. 13 laugardaginn 11. nóvember nk. í stofu 1 í Lögbergi, Háskóla Íslands.

Valgarður mun velta fyrir sér nokkrum örnefnum við Eyjafjörð, einkum við utanverðan fjörðinn, bæði austan megin, í Grýtubakkahreppi, þar sem hann er fæddur og upp alinn og einnig vestan megin, í Hvanneyrarhreppi sem svo hét, þ. e. Siglufjarðarhreppi hinum forna. Hann mun skoða nokkur örnefni sem um er getið í fornritum; ennfremur mun hann skoða hvernig líkamsheiti eru notuð í örnefnum.

Valgarður er fæddur 1940 á Grenivík. Hann er sérfræðingur í frumumeinafræði, klíniskur prófessor og starfar við krabbameinsrannsóknir, við Rannsóknastofu Háskólans í
meinafræði. Hann hefur fengist við skriftir og er varaforseti Ferðafélags Íslands.