Sexföld gleði í boði Þjóðhátíðarsjóðs
Þjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2010. Sex verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu styrk að þessu sinni:
NánarÞjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2010. Sex verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu styrk að þessu sinni:
NánarÚt er komin bókin Tiodielis saga. Tiodielis saga er ævintýri sem sver sig í ætt við riddarasögur og segir frá riddara sem hverfur úr konungshirð á skóga, fer úr klæðum sínum og tekur á sig dýrsham og etur skógardýr og hefur eftir þeirra náttúru.
NánarThomas Kempka er þýskur skiptinemi við Háskóla Íslands sem heldur úti vefsíðunni Digital Kunstrasen (www.digitalkunstrasen.net) sem gefur út og dreifir tónlist, ljóðlist og myndlist á Netinu.
NánarHáskólinn í Árósum stendur fyrir sumarnámskeiðum 2010. Þar á meðal námskeiðinu: ,,From Greenland to Hell. Worldly, Mythological and Visionary Travels in Old Norse Literature". Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2010. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu skólans.
NánarÁ stofnuninni eru til sölu falleg gjafakort og póstkort með myndum úr handritum. Einnig eru fáanleg einstök veggspjöld sem hafa verið hönnuð, m.a. í tilefni af ráðstefnum á vegum stofnunarinnar. Upplýsingar um kortin og veggspjöldin má fá á heimasíðunni. Þar má einnig skoða myndir af þeim.
NánarÍ tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans.
NánarSænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja Háskólann í Gautaborg um 500.000 sænskar krónur (8,7 milljónir ÍKR) vegna samningar íslensk-sænskrar orðabókar. Bókin er gerð i samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er hluti af svokölluðu ISLEX orðabókaverki.
NánarHugvísindaþing 2010 verður haldið dagana 5. og 6. mars n.k. Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Áhugasamir geta tekið dagana frá.
NánarKaupmannahafnarháskóli auglýsir doktorsstyrki til rannsókna á norrænum málum. http://phd.hum.ku.dk/Blivph.d./stipendieopslag/ http://nfi.ku.dk/nyheder/phd-stipendie-nov09/
Nánar