Skip to main content

Fréttir

Ertu að leita að fræðimanni?
Á vef Árnastofnunar er nú boðið upp á nýjan möguleika til að auðvelda fólki utan stofnunarinnar að finna fræðimenn á tilteknu sviði. Leitin byggist á lykilorðum sem lýsa sérþekkingu hvers fræðimanns á stofnuninni.
Hópur fólks á palli. Í baksýn er vatn og fjær er gróið landsvæði. Himinn léttskýjaður.
Nordkurs-námskeið í júní
Íslenskusvið Árnastofnunar annast skipulagningu Nordkurs-námskeiðs í íslenskri tungu og menningu sem haldið er árlega í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í ár tóku 26 nemendur þátt en þeir komu frá ýmsum háskólum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Ljós bókakápa með bleikleitum stöfum. Titill bókar er Söngbók Séra Ólafs Jónssonar á Söndum.
Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum komin út
Séra Ólafur Jónsson, prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.
Kilir gamalla bóka í snjáðu bandi. Á kjölunum er bláleitur miði.
Árnastofnun óskar eftir safnverði
Stofnunin varðveitir gögn af ýmsu tagi, svo sem handrit, kort, hljóðspólur, orðabókarseðla og ljósmyndir af handritum. Safnvörður vinnur í nánu samstarfi við forvörð stofnunarinnar en einnig fræðimenn og handritaljósmyndara hennar.
Hendur skrifa með fjöðrum og svörtu bleki á hvít snifsi úr pergamenti. Til hliðar er karfa með krukkum klæddum leðri á lokinu.
Árnastofnun óskar eftir safnkennara
Safnkennari sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu til barna og ungmenna um handritasýningu sem opnuð verður í Eddu í nóvember. Safnkennari er tengiliður stofnunarinnar við skóla, heldur utan um smiðjur og námskeiðahald og annað sem snýr að ungum safngestum.