Á vef Árnastofnunar er nú boðið upp á nýjan möguleika til að auðvelda fólki utan stofnunarinnar að finna fræðimenn á tilteknu sviði. Leitin byggist á lykilorðum sem lýsa sérþekkingu hvers fræðimanns á stofnuninni.
Rúnir á Íslandi eftir Þórgunni Snædal er komin út í endurbættri útgáfu. Bókin fjallar um fjölbreytta notkun rúnaleturs á Íslandi allt frá landnámstíð og fram á 19. öld.
Mánudaginn 1. júlí hófst alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu og stóð yfir í fjórar vikur. Þetta er í þrítugasta og áttunda sinn sem slíkur skóli hefur verið skipulagður.
Íslenskusvið Árnastofnunar annast skipulagningu Nordkurs-námskeiðs í íslenskri tungu og menningu sem haldið er árlega í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í ár tóku 26 nemendur þátt en þeir komu frá ýmsum háskólum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Séra Ólafur Jónsson, prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.
Við úthlutun úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur hlaut verkefnið Réttritunarheftið styrk. Fyrir verkefninu stendur Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun.
Stofnunin varðveitir gögn af ýmsu tagi, svo sem handrit, kort, hljóðspólur, orðabókarseðla og ljósmyndir af handritum. Safnvörður vinnur í nánu samstarfi við forvörð stofnunarinnar en einnig fræðimenn og handritaljósmyndara hennar.
Safnkennari sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu til barna og ungmenna um handritasýningu sem opnuð verður í Eddu í nóvember. Safnkennari er tengiliður stofnunarinnar við skóla, heldur utan um smiðjur og námskeiðahald og annað sem snýr að ungum safngestum.
Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda og fræðimanna, en markmið sjóðsins er að styrkja fræðileg tengsl milli Háskóla Íslands og Japan. Einn styrkur kom í hlut starfsmanns Árnastofnunar í ár.