20. febrúar 2024 Ráðstefnurit EUROCALL 2023 komið út Ritið inniheldur 55 ritrýndar fræðigreinar á ensku um rannsóknir á sviði tungumálakennslu með aðstoð tölva.
16. febrúar 2024 Skönnun vatnsmerkja í pappír Unnið er að verkefni sem felst í að skanna vatnsmerki sem finnast í pappír frá 17. öld og notaður var á Íslandi.
7. febrúar 2024 Rúnir á Íslandi tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis Bókin er á meðal tíu fræðibóka sem tilnefndar eru en viðurkenningin verður veitt við hátíðlega athöfn fyrri hluta mars.
30. janúar 2024 Styrkir Snorra Sturlusonar 2024 Tveir hlutu styrk en tuttugu og tvær umsóknir frá fimmtán löndum bárust áður en umsóknarfrestur rann út.
30. janúar 2024 Styrkir úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands Fjórir starfsmenn Árnastofnunar hlutu styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
23. janúar 2024 Íðorðaskrá efnafræðinnar – nýtt orðasafn í Íðorðabankanum Íðorðanefnd Efnafræðifélagsins tók orðasafnið saman og núna eru í því alls 593 hugtök.
15. janúar 2024 Ný ásýnd Árnastofnunar Árnastofnun hefur fengið nýtt útlit. Nýtt merki, byggt á eldra merki stofnunarinnar, hefur verið teiknað og aðallitur Árnastofnunar er nú grænn.
15. janúar 2024 Vegleg bókagjöf færð Árnastofnun Þann 12. janúar var Vesturíslenskt bókasafn Ragnars H. Ragnar fært Árnastofnun að gjöf.
11. janúar 2024 Samkomulag um nýtingu orðabóka í námsefni Markmið samkomulagsins er að bæta aðgengi íslenskra barna og ungmenna að ritstýrðum orðabókum í gegnum rafrænt námsefni Menntamálastofnunar.
5. janúar 2024 Gervigreind er orð ársins 2023 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur frá árinu 2018 valið orð ársins á grundvelli gagna sem stofnunin safnar um málnotkun árið um kring.
19. desember 2023 Ævintýragrunnurinn afhentur Árnastofnun Nú þegar Ævintýragrunnurinn er birtur við hlið þjóðfræðisafns Árnastofnunar verður mögulegt að leita að ævintýrum bæði í prentuðum söfnum og í hljóðritum í einni leit.
18. desember 2023 Heimsókn fulltrúa Árnastofnunar til Japans Markmið heimsóknarinnar var að kynna íslensk fræði, íslenska tungu og menningu og upplýsa um styrkjamöguleika fyrir háskólanema og fræðimenn.