Laus staða íslenskukennara við Edinborgarháskóla
Edinborgarháskóli í Skotlandi auglýsir lausa stöðu íslenskukennara. Um er að ræða tímabundna stöðu til fimm ára í 50% hlutastarfi frá maí 2025. Starfsleyfi til að vinna í Bretlandi þarf að vera til staðar þegar sótt er um. Frestur til að sækja um er til 14. apríl. Frekari upplýsingar um starfið og við hvern eigi að hafa samband má nálgast á heimasíðu háskólans.
Annars hugar: Martyna Daniel
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Martyna Daniel heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 1. apríl kl. 15–16. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Annars hugar.
Martyna Daniel er málari og kvikmyndatökumaður, fædd í Genf árið 1989, dóttir pólskrar móður og suðuramerísks föður. Eftir útskrift úr Kvikmyndaskólanum í Prag, þar sem hún sérhæfði sig í kvikmyndatöku, flutti hún til Íslands þar sem hún býr nú og starfar sem verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Martyna stofnaði og rekur ásamt fleiri listamönnum rými í Reykjavík sem nefnist Listastofan sem hélt viðburði af ýmsu tagi, svo sem módelteiknistundir, skapandi lestrarkvöld, myndlistarsýningar og vinnusmiðjur á árunum 2015 til 2019. Um þessar mundir situr hún í stjórn Ós pressunnar og Póetík í Reykjavík og tekur þátt í að skipuleggja bókmenntaviðburði ásamt ýmsum rithöfundum, auk þess sem hún vinnur nú að sinni fyrstu skáldsögu.
Himna kóngsins herbergi – tónlist úr íslenskum og evrópskum handritum frá 15. öld
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ársfundur Árnastofnunar
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ársfundur Árnastofnunar verður haldinn 23. apríl í fyrirlestrasal Eddu kl. 8.15.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Litarefni í handritum
Giulia Zorzan doktorsnemi mun halda fyrirlestur um litarefni í handritum.
Nánar um fyrirlesturinn sem verður haldinn á ensku:
Pigments in manuscripts
This lecture will examine the material aspects of medieval book production, focusing on the main colourants used to decorate and enhance the texts in manuscripts. Drawing on recent non-invasive chemical analyses of selected Icelandic manuscripts (some of which are on display in the World in Words Exhibition), the lecture will present new insights into the dyes and pigments available to Icelandic scribes and artists in the Middle Ages. The findings indicate that, while possible local materials such as earths and lichens were utilised, Icelandic craftsmen also relied heavily on imported materials. Significantly, some of these were of considerable value and were available in Europe through extensive trading routes extending to the East, such as the expensive lapis lazuli used to obtain the so-called “ultramarine blue”.
Jakob Sigurðsson listamaður
Edda
Arngrímsgata 5
Reykjavík 107
Ísland
Kjartan Atli Ísleifsson fjallar um listamanninn Jakob Sigurðsson.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.