Karen Lilja Loftsdóttir flytur fyrirlesturinn en hún vinnur að doktorsrannsókn við sagnfræðideildina hjá Queen’s University í Ontario þar sem hún rannsakar hernám Kanadamanna á Íslandi út frá menningarsögulegu sjónarhorni.
Ríkisstyrkur Árna Magnússonar fyrir árið 2025 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Árnasafni og eftir samkomulagi við önnur söfn í Kaupmannahöfn.
Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu vikuna 16. til 24. nóvember 2024. Þá gefst fólki kostur á að sjá fjölmörg íslensk handrit sem geyma ómetanlegan menningararf okkar.
Þriðjudaginn 12. nóvember verður rafræn útgáfa á Konungsbók eddukvæða kynnt í bókasafni Eddu. Útgáfan er hluti af nýrri röð rafrænna textaútgáfna sem Árnastofnun á Íslandi og Árnasafn í Kaupmannahöfn standa að.