Neskirkja minnist Hallgríms Péturssonar á 350 ára ártíð hans með tónleikum. Að þeim loknum flytur Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, erindi.
Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt og doktorsnemi við Íslensku- og menningardeild HÍ, flytur opinn fyrirlestur um ítalska þýðingu sína á þjóðsögum úr safni Jóns Árnasonar.
Í tilefni af tvímálaútgáfunni „Hvað verður fegra fundið?“ – 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku verður haldið útgáfuhóf í Hallgrímskirkju 25. október.
Nafnaþing Nafnfræðifélagsins verður haldið í fyrirlestrasal Eddu 19. október kl. 13.00–16.30. Að þessu sinni er yfirskrift þingsins „Örnefni á vettvangi“.
Íslensk málnefnd var stofnuð 30. júlí 1964 og fagnar því 60 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður haldið afmælismálþing fimmtudaginn 17. október kl. 15 í fyrirlestrasal Eddu.
Helga Hilmisdóttir, sviðsstjóri íslenskusviðs Árnastofnunar, verður á Amtsbókasafninu á Akureyri 9. október þar sem hún mun segja frá orðabókum og gagnasöfnum á vegum stofnunarinnar.
Á Degi rímnalagsins 15. september verður haldið málþing um rímur í fyrirlestrasal Eddu. Að málþingi loknu verða haldnir tónleikar sem bera yfirskriftina „Nýjar rímur“.