Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur Skálmaldar, mun ræða við gesti um notkun sveitarinnar á norrænni goðafræði. Fyrirlesturinn verður með léttu yfirbragði og eru gestir hvattir til að spyrja spurninga.
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, heldur erindi í Eddu á vegum Vinafélags Árnastofnunar. Í erindinu segir hún m.a. frá rannsóknum að baki skáldsögunni Land næturinnar.