Skip to main content

Viðburðir

Umsóknarfrestur fyrir sumarskóla í handritafræðum

31. mars
2024

Opið er fyrir umsóknir í sumarskóla í handritafræðum sem haldinn verður 6.–15. ágúst 2024. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.

Í sumarskóla í handritafræðum fer fram þjálfun í textafræði, handritafræði og ritstjórn, svo fátt eitt sé nefnt en kennsla fer fram á ensku. Sumarskólinn er samstarfsverkefni Árnastofnunar, Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Frekari upplýsingar má finna á ensku á síðu sumarskólans.

2024-03-31T23:45:00