1. júlí 2002
Í fornu máli hafði orðið fjölskylda aðra merkingu en tíðust er nú. Þá hafði orðið hyski nánast merkinguna ‘fjölskylda, heimilisfólk’ og það var alls ekki neikvæðrar merkingar áður fyrr. Eitt er það orð annað í fornu máli sem hefur merkinguna ‘foreldrar og börn’. Þetta er orðið friðgin. Það er reyndar afar sjaldgæft, kemur einungis tvisvar fyrir, einu sinni í óbundnu máli og öðru sinni í bundnu.