Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Smjörnefni

Birtist upphaflega í febrúar 2010.

Smjör er allalgengt í örnefnum á Íslandi og kemur fyrir um allt land. Í daglegu máli merkir smjör nú nær eingöngu feitiefni sem búið er til með því að strokka rjóma úr kúamjólk. Áður fyrr var einnig búið til smjör úr sauðamjólk. – Margir velta fyrir sér merkingu örnefna sem byrja á Smjör- enda blasir kannski ekki við hvernig þau eru hugsuð. Örnefnin íslensku geta þar að auki haft mismunandi rithætti, ýmist Smjör-, Smér- eða Smjer.

Skáld-örnefni

Birtist upphaflega í september 2008.

Nokkur Skáld-örnefni eru þekkt í landinu. Skulu nokkur þeirra helstu nefnd hér:

Skáldabúðir er bær í Gnúpverjahr. í Árn. Óvíst er um merkingu forliðarins en myndin Skollabúðir hefur líka verið til. Skollagróf og Skollhólar eru örnefni í landareigninni.

Silfur-örnefni

Birtist upphaflega í september 2008.

Allvíða er orðið silfur til í örnefnum á Íslandi. Það á við um berg eða steina, brunna eða fossa o.fl. Verða nú nefnd helstu dæmi um Silfur-örnefnin.

Setberg

Birtist upphaflega í júlí 2005.

Setberg var nafn á a.m.k. 7 bæjum á landinu, auk allmargra örnefna. 1) Við Hafnarfjörð. 2) Kirkjustaður í Eyrarsveit á Snæf. 3) Á Skógarströnd í Snæf. 4) Í Fellahr. í N-Múl. 5) Eyðibýli í Borgarfirði eystra, N-Múl. 6) Í Nesjahr. í A-Skaft. 7) Hjáleiga frá Seljalandi, V-Eyjafjallahr., Rang. Auk þess var þurrabúð með þessu nafni í Bæjarskerjum í Sandgerði.

Setberg er allvíða til sem örnefni eins og hér verða rakin dæmi um: