Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Kampanöfn og örnefni tengd hersetu á Íslandi 1940–1945

Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka gegn Þjóðverjum. Í lok apríl 1940 höfðu Þjóðverjar lagt undir sig Danmörku og Noreg og sóttu fram á öllum vesturvígstöðvunum, var aðeins tímaspursmál hvenær Frakkland, Belgía og Holland féllu. Stríðið um Atlantshafið var þá hafið og töldu Bretar sér stafa ógn af staðsetningu Íslands ef það lenti í óvinahöndum. En Winston S.

Gríður, Jón Dýri og Íhalds-Majórinn. Um nafngiftir dráttarvéla

Það breyttist margt í sveitum með tilkomu dráttarvélanna, eða traktoranna eins og flestar þeirra voru kallaðar fram á styrjaldarárin síðari. Framandi veröld blasti við fólki þegar þessi háværu flykki tóku að krafla sig áfram um torfært land þar sem áður höfðu aðeins tiplað hljóðlátir en fótvissir hestar með byrðar sínar eða drögur. Nýjungin hlaut að kalla margt fram í huga fólks og samræðum, bæði þannig að eldri viðhorf og hefðir færðust yfir á nýjungina og með því að nýir siðir urðu til. Þessi mæri gamla og nýja tímans urðu um margt merkileg.

Starf örnefnasafnarans

Þessi fyrirlestur var fluttur á Hugvísindaþingi haustið 1999. Auk Jónínu Hafsteinsdóttur lagði Guðrún S. Magnúsdóttir til efni. Þær voru þá báðar starfsmenn Örnefnastofnunar Íslands.

 

Tölur í örnefnum

Grein þessi er upphaflega fyrirlestur sem fluttur var á vegum Nafnfræðifélagsins í húsakynnum Sögufélags laugardaginn 27. nóvember 2004.