Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Heiðarkolla

Örnefnið Heiðarkolla kemur fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss í vísu sem þar er lögð í munn Helgu Bárðardóttur. Snemma í sögunni segir frá því að dætur Bárðar, sem ólust upp á Laugarbrekku, og bræður tveir af Arnarstapa „lögðu saman leika sína á vetrinn á svellum við ár þær er þar eru og Barnaár heita“. Í hita leiksins fór svo að annar bræðranna hratt Helgu út á freðjaka sem síðan rak burt frá landi.

Isländska personnamn: från tidig medeltid till nutid

Upphaflega birt á vefsíðu Samfundet Sverige-Island árið 2017.

 

"Vid sidan av mitt anlete, på ungefär en spjutlängds avstånd skymtade jag då ett par isländska skor och hörde ifrån ovan en sträv röst som talade och sade: Hvað heitir maðurinn? Jag svarade med svag stämma: Eg heiti Sven Birger Fredrik Jansson og er frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Med känsla för tradition  och språkriktighet genmälde rösten: Þú heitir Sven, en þú ert Jans son."

Hunangshella

Birtist upphaflega í desember 2018.

Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen frá Kotvogi (1982:80) er á einum stað fjallað um notkun nafnanna Suðurnes og Innnes og sömuleiðis skýrð afmörkun Rosmhvalaness:

Hin ævaforna skipting milli Innnesja og Suðurnesja sem var skýrt ákveðin alla tíð var þessi:

Innnes frá Elliðaám að Hvaleyrarholti fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Suðurnes frá Hvaleyrarholti að Selatöngum austan við Grindavík.

Táin

Birtist upphaflega í júlí 2018.

Nú er e.t.v. loksins að koma sumar og fólk að byrja að dýfa tá ofan í sjó. Nafn mánaðarins fyrir júlí er því örnefnið „Táin“ sem er nafn á hafsvæði rúmlega 60 kílómetra frá suðurströnd Reykjaness. Örnefnið er ekki nafn á kennileiti fyrir ofan sjávarmál og það kemur ekki fyrir á gömlum prentuðum kortum. Þess í stað tilheyrir nafnið áberandi nesi eða tungu sem skagar fram úr Selvogsbanka rúmlega 175 metra undir sjávarmáli, eins og sést á nútímasjókorti.

Þarfar

Birtist upphaflega í ágúst 2018.

Undir lok Sverris sögu segir frá baráttu Sverris konungs Sigurðarsonar (um 1151–1202) við uppreisnarmenn úr röðum Bagla. Eitt sinn var konungur í herferð í Víkinni, í héraðinu þar sem nú er Bohuslän í Svíþjóð (ÍF XXX:264; stafsetning hér og eftirleiðis eftir nútímahætti):

„Og er Sverrir konungur kom norður til Sótaness þá veik hann inn af leiðinni og lagðisk þar sem heita Þarfar. Þar var fyrir söfnuður Bagla. Lét konungur eigi á land ganga að sinni.“

Annáll örnefnasöfnunar

Birtist upphaflega í október 2010.

Elstu skrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru úr fórum Brynjúlfs Jónssonar (1838–1914) fræðimanns frá Minna-Núpi, ýmist ritaðar af honum sjálfum eða af heimamönnum á bæjum. Ekki eru nærri öll þau plögg dagsett og því ekki vitað um aldur þeirra nákvæmlega. Brynjólfur Bjarnason, bóndasonur í Framnesi á Skeiðum, skrifaði upp örnefni á heimajörð sinni 29. október 1910 fyrir nafna sinn. Er það elsta dagsett skjal í safninu og því höfum við ekki annað betra að festa hönd á um upphaf skipulegrar örnefnasöfnunar.