Örnefni með forliðinn Jöfnubáðu- finnast á nokkrum stöðum hér á landi. Ýmiss konar fyrirbæri bera slík nöfn: holt og hólar, klettar og gil svo dæmi séu nefnd. Í Reykholtsdal eru tvö nöfn af þessu tagi: Jöfnubáðugil á Vilmundarstöðum og Jöfnubáðuklettur í landi Búrfells. Á Spágilsstöðum í Dalasýslu er Jöfnubáðuhóll. Af sama meiði er líklega Jöfnubeggjaás á Efri-Hólum í Presthólahreppi (N-Þing.) og er það eina dæmið sem hefur fundist um slíkt nafn í þeim landshluta. Jöfnumbáðusker er skammt utan við Svínanes í Austur-Barðastrandarsýslu.