Í skáldverki Guðmundar G. Hagalín segir sú „gamla, góða kona“ Kristrún í Hamravík á einum stað um æðri máttarvöld að þau stýri nú öllu farsællega „yfir hvern treggjalda í veraldarinnar vör“ (Guðmundur Gíslason Hagalín 1933:161). Nafnorðið treggjaldi er skylt orðum eins og lo. tregur og no. tregða (og sömuleiðis þá no. tregi og so. trega). Grunnmerkingin virðist vera e-ð sem veldur fyrirstöðu, einhver þrengsli eða stífla. Í elstu heimild um orðið, í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá síðari hluta 18.