Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Að sækja björg í björg: Örnefni í lóðréttu landslagi

Margir þekkja örnefni best af kortum eða loftmyndum. Þau gera manni kleift að bera kennsl á tiltekna staði eða fyrirbæri í landslagi, meta afstöðu milli þeirra og sjá fyrir sér og upplifa aftur ferðalög, atburði eða sagnir sem tengjast þeim. Sumir staðir eru þó þannig að venjuleg kort komast hvergi nærri því að fanga landslagið og aðeins örfáir ná að upplifa það í návígi. Þar á meðal eru fuglabjörg sem steypast þverhnípt niður í sjó og eru fáum fær nema fuglinum fljúgandi – lóðrétt landslag.

Úr skjalaskápum upp á skjá

Hvernig í ósköpunum á að taka skjöl úr skjalaskápum og gera þau aðgengileg almenningi á netinu með skikkanlegum hætti? Það var úrlausnarefnið sem nafnfræðisvið Árnastofnunar stóð frammi fyrir þegar tekin hafði verið ákvörðun um að gera örnefnasafn stofnunarinnar aðgengilegt á netinu.

Hvaða örnefni er rétt? Nokkur orð um notkun og heimildir örnefna á Reykjanesskaga

Athygli landsmanna (og heimsfjölmiðla) beinist um þessar mundir að Reykjanesskaga þar sem jarðskjálftavirkni er enn mikil og kvikugangur er að myndast á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili (sjá kort Veðurstofu Íslands 10. mars 2021 hér). Um þetta svæði skrifaði jarðfræðingurinn Jón Jónsson að „Samspil orsaka til breytinga á afstöðu láðs og lagar er afar flókið og ljóst er að kyrrstaða er hér ekki ráðandi“ (Árbók Ferðafélags Íslands 1984, bls. 76).

Örnefni og ljóð, örnefni sem ljóð

Þegar leitað er að örnefnum tengdum kveðskap eða skáldum í nýjum nafnagagnagrunni Árnastofnunar, nafnið.is, birtast ýmsar niðurstöður, til dæmis Ljóðafoss, Ljóðalaut og Ljóðateigur. Uppruni síðasttalda dæmisins er tíundaður í örnefnalýsingu fyrir Grafardal í Hvalfjarðarsveit: „Fékk hann það nafn 1935. Þá var Pétur Beinteinsson kaupamaður í Grafardal og sló þessa spildu og orti langt kvæði þann dag“. Sjá nánar hér. Önnur örnefni innihalda forliðinn skáld- og þar á meðal eru a.m.k.

Treggjaldi

Í skáldverki Guðmundar G. Hagalín segir sú „gamla, góða kona“ Kristrún í Hamravík á einum stað um æðri máttarvöld að þau stýri nú öllu farsællega „yfir hvern treggjalda í veraldarinnar vör“ (Guðmundur Gíslason Hagalín 1933:161). Nafnorðið treggjaldi er skylt orðum eins og lo. tregur og no. tregða (og sömuleiðis þá no. tregi og so. trega). Grunnmerkingin virðist vera e-ð sem veldur fyrirstöðu, einhver þrengsli eða stífla. Í elstu heimild um orðið, í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá síðari hluta 18.

„Fótur undir Fótarfæti“ og endurtekningar í örnefnum

„Fótur undir Fótarfæti“: þar elst upp Ólafur Kárason Ljósvíkingur í Heimsljósi Halldórs Laxness, og er ekki laust við að í nafngiftinni djarfi fyrir háði hjá skáldinu. Því að þótt þessi staður sé að vísu ekki til í raun og veru geymir íslensk örnefnaflóra mörg dæmi um samsett nöfn þar sem sami liður er endurtekinn. Talsvert er um þríliða samsetningar eins og Vatnshólsvatn, Fossárfoss og Gilsárgil, þar sem staður A er kenndur við stað B en síðan staður B við stað A svo út kemur mynstrið BAB.

Um örnefnaskráningu Samúels Eggertssonar og sníkjudýr

Samúel Eggertsson (1865–1949) er e.t.v. best þekktur sem kortagerðarmaður. Íslandskort hans „Landnám Íslands“ og „Siglingar forfeðra vorra“, sem sýna skip allra landnámsmanna og siglingaleiðir þeirra, eru mörgum kunnug og hafa verið sívinsælt efni á póstkortum, ásamt teikningum hans af ám og fjöllum Íslands og plakati af Hallgrími Péturssyni.

Þjóðarsagan og örnefnin

Áhugi á örnefnum er oft nátengdur áhuga á fortíðinni. Þetta sést þegar í elstu ritum okkar, Landnámu og Íslendingasögum þar sem örnefni sem þekktust á ritunartíma eru notuð til að varpa ljósi á og staðfesta atburði sem gerðust löngu fyrr. Oft reyndu fornfræðingar 19. aldar að grafa í meinta hauga landnámsmanna sem við þá voru kenndir en uppskáru lítið annað en erfiðið. Uppgrónir skurðir eftir slíkan gröft sjást víða enn, t.d.