Skip to main content

Málræktarpistlar

þvottur og þvætti

Í þessum pistli er fjallað um samsetningar með orðinu þvottur í yfirfærðri merkingu. Orðin sem eru til umfjöllunar eru misgömul. Það elsta er hvítþvottur sem hefur verið notað sem myndlíking í a.m.k. hundrað ár en hin orðin eru yngri.

 

Hvítþvo, hvítþvottur

Stækkum Íðorðabankann

Fjölmargar orðanefndir og áhugasamir einstaklingar hafa lagt mikið af mörkum til þess að efla íslenskan orða- og hugtakaforða á ýmsum fræði- og starfsgreinasviðum með því að taka saman íðorðasöfn og birt þau í Íðorðabankanum. Slíkt er gríðarlega mikilvægt til að íslenska dafni sem tungumál og hægt verði að nota hana á öllum sviðum samfélagsins. Enn vantar þó íðorðasöfn á ýmsum sviðum, t.d. í efnafræði og heimspeki.

Upphaf

Leysar og leysigeislar

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Meðal spurninga um málnotkun og stafsetningu sem Árnastofnun hafa borist er hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni er: Nei. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessu.

Íðorðastarf Orðanefndar Læknafélags Íslands

Orðanefnd læknafélaganna var formlega stofnuð árið 1983 til þess að taka saman ensk-íslenska orðabók með læknisfræðilegum heitum. Orðtakan hafði reyndar hafist fjórum árum áður en eftir að málfræðingur hafði verið ráðinn til starfa árið 1984 hófst ferill sem leiddi til útgáfu safnsins á árunum 1985−1989, 14 litlum heftum með stafköflunum A til Z. Í heftunum var að finna um 35 þúsund heiti með smáu letri á 550 blaðsíðum.