Search
Nýr bókasafns- og upplýsingafræðingur tekur til starfa
Um miðjan febrúar hóf Guðný Ragnarsdóttir störf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún tekur við af Ólöfu Benediktsdóttur sem hefur verið bókavörður við stofnunina um langt árabil við góðan orðstír en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir.
NánarVel heppnað upplestrarkvöld í Mengi
Síðasta miðvikudagskvöld var fyrsta upplestrarkvöldið af þremur, sem ráðgerð eru á vormisseri, haldið í Mengi við Óðinsgötu. Þar sameinuðu krafta sína fræðimenn, skáld og tónlistarmenn. Kvöldstundin hverfðist um pistlasafnið Konan kemur við sögu sem kom út hjá Árnastofnun í fyrra.
NánarNýr starfsmaður á skrifstofu
Rakel Pálsdóttir hefur tekið við starfi á skrifstofu stofnunarinnar þar sem hún annast símsvörun, móttöku gesta og almenn skrifstofustörf á stjórnsýslusviði.
NánarUtanríkisráðherra skoðaði handrit
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heimsótti stofnunina í vikunni og tók Guðrún Nordal forstöðumaður á móti honum og aðstoðarmanni hans. Svanhildur Óskarsdóttir á handritasviði stofnunarinnar sýndi honum nokkur merk handrit. Utanríkisráðherrann sagðist ánægður með að hafa komist í návígi við þennan dýra arf.
Nánar