Skip to main content

Fréttir

Verkefnisstjóri við nafnfræðisvið Árnastofnunar

Örnefni. Mynd: Hallgrímur J. Ámundason.

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir starf verkefnisstjóra á nafnfræðisviði stofnunarinnar laust til umsóknar. Um er að ræða 70% starf til tveggja ára.

Á nafnfræðisviði er unnið að fræðilegum og hagnýtum verkefnum sem snerta örnefni og nafnfræði. Nafnfræðisvið hefur umsjón með örnefnasafni stofnunarinnar. Starfið felur annars vegar í sér almenna afgreiðslu og aðstoð við notendur safnsins, hins vegar umsjón með gagnasöfnum sviðsins, örnefna- og kortasafni, bæði skjallegum og stafrænum, frágangi þeirra og skráningu í gagnagrunninn Sarp.

Menntunar- og hæfniskröfur:
·         Æskilegt er að umsækjandi hafi meistarapróf í grein sem tengist viðfangsefnum sviðsins
·         Krafist er traustrar kunnáttu í íslensku máli
·         Góð tölvukunnátta er mjög mikilvæg. Þekking á gagnagrunnum (SQL), skönnun og ljóslestri (OCR) er æskileg
·         Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum er mikilvæg
·         Þekking og áhugi á örnefnum og landafræði Íslands er mikilvæg
·         Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu er mikilvæg

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, svo og nöfn, símanúmer og netföng tveggja umsagnaraðila.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Félags háskólakennara.

Umsóknir sendist til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 3. febrúar 2014 eða á rafrænu formi á netfangið kari@hi.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallgrímur J. Ámundason sviðsstjóri nafnfræðisviðs (s. 5255159, hja@hi.is).