Skip to main content

Fréttir

Safnanótt 7. febrúar

Úr listasmiðjunni 23. nóvember 2013.

 

Safnanótt, listasmiðja, fræðsla og leiðsögn
Gerðarsafni í Kópavogi
7. febrúar kl. 19

 

Dagskrá

Kl. 19 – 21

LISTASMIÐJA FYRIR FJÖLSKYLDUNA –  ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN

Ufsagrýlur, drekar og aðrar óvættir. Teiknað með óhefðbundnum efniviði útfrá fyrirmyndum í Teiknibókinni. Listasmiðja fyrir 6-12 ára börn með foreldrum.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning í síma 5700444.

Hér má skoða fjölda mynda frá safnkennslunni í tengslum við sýninguna á Teiknibókinni.

Kl. 19 – 23

SKRIFARASTOFA

Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnkennari Árnastofnunar, fræðir gesti um handverkið sem býr að baki gerð miðaldahandrita.

Gestum býðst að skrifa með tilskornum fjöðurstaf og jurtableki á kálfskinn, verkað með ævafornri aðferð.

Kl. 21

LEIÐSÖGN – ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN

Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri verður með leiðsögn um sýninguna.

Íslenska teiknibókin inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér. Bókin er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu.

Spurning Listasafns Kópavogs-Gerðarsafn

 Á hvaða myndum eru drekabanar á sýningunni í Gerðarsafni og hvað heita þeir?

 

Íslenska teiknibókin. Sýning í Gerðarsafni. Mynd/Arnaldur Halldórsson.