Bókmenntaverðlaun bóksala eru veitt á hverju ári. Í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær var tilkynnt hvaða bækur bóksalar landsins vilja verðlauna. Í flokknum handbækur og fræðibækur var Íslenska teiknibókin valin sú besta og 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar lenti í 3. sæti. Árleysi alda var valin besta ljóðabókin.