Skip to main content

Fréttir

Glíman við orðin

Glíman við orðin er úrval ritgerða eftir Guðrúnu Kvaran. Í bókinni eru nítján greinar sem sýna fjölbreytt viðfangsefni Guðrúnar: orðfræði, orðsifjar, nafnfræði, biblíumál og sögu íslenskrar málfræði. Að bókarlokum er ritaskrá höfundar.

Guðrún Kvaran lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands árið 1969 og doktorsprófi í indóevrópskri samanburðarmálfræði við háskólann í Göttingen í Þýskalandi árið 1980. Hún starfaði við Orðabók Háskólans um áratugaskeið sem sérfræðingur, síðar forstöðumaður hennar og prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands. Guðrún hefur verið formaður Íslenskrar málnefndar undanfarin ár.

Bókin er gefin út í tilefni sjötugsafmælis höfundar sumarið 2013.

ISBN 978-9979-654-25-4 388 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Bókin er til sölu í helstu bókabúðum.

 

Glíman við orðin. Afmælisrit Guðrúnar Kvaran. Bókarkápa.