Skip to main content

Fréttir

Óformleg hljóðkerfishátíð til heiðurs Snorrastyrkþega

Nicole Dehé

Óformleg hljóðkerfishátíð til heiðurs Snorrastyrkþega í Nýja-Garði, stofu 301, fimmtudaginn 5. desember kl. 13-17.

Nokkrir málfræðingar koma saman og ræða hljóðkerfisfræðileg hugðarefni sín:

  • Nicole Dehé, prófessor við Háskólann í Konstanz í Þýskalandi og styrkþegi Snorra Sturlusonar,  fjallar um lokaafröddun í íslensku. Titillinn á erindi hennar er: Final devoicing of /l/ in Icelandic: A prosodic boundary marker?
  • Haukur Þorgeirsson nýdoktor fjallar um hljóðdvalarbreytinguna á síðari stigum undir yfirskriftinni: Lexical diffusion and the quantity shift.
  • Kristján Árnason fjallar um vestnorrænar hljóðkerfisbyltingar undir yfirskriftinni: Phonological shifts in West-Nordic vowel systems and prosody: did earlier Icelandic really have word tones?
  • Marc Volhardt MA-nemi fjallar um hljóðkerfislýsingu málsins acazulco otomí, deyjandi tungumáls, sem talað er af u.þ.b. 150 af 5000 íbúum í mexíkanska þorpinu San Jerónimo de Acazulco.
  • Þorgeir Sigurðsson doktorsnemi fjallar um atkvæðaþunga og bragkerfisreglur og nefnir framlag sitt: Icelandic Syllable Structure and the Law of Craigie.

Allir eru velkomnir og frjálst að taka til máls meðan húsrúm og tími leyfir.