Alþjóðlegt fornsagnaþing 2018
Alþjóðlegt fornsagnaþing verður haldið á vegum Stofnunarinnar, Háskóla Íslands og Snorrastofu 12. til 17. ágúst. Það verður haldið í Reykjavík (HÍ) og Reykholti. Hér má finna nánari upplýsingar um þingið.
NánarAlþjóðlegt fornsagnaþing verður haldið á vegum Stofnunarinnar, Háskóla Íslands og Snorrastofu 12. til 17. ágúst. Það verður haldið í Reykjavík (HÍ) og Reykholti. Hér má finna nánari upplýsingar um þingið.
NánarAlþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum 1.–10. ágúst 2018 Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í Reykjavík 1.-10. ágúst. Var þetta í fimmtánda sinn sem boðið var upp á slíkt sumarnám en handritaskólinn er haldinn til skiptis í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
NánarVísindavaka 2018 verður haldin föstudaginn 28. september í Laugardalshöllinni. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undiráætlun Horizon 2020.
NánarÁrlegur NORDKURS fundur verður haldinn í Osló 21. september. Á fundinum verður rætt um þau námskeið sem haldin hafa verið 2018, tekin ákvörðun um námskeið 2019 og gerð áætlun um framtíðarnámskeið.
NánarUmsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar fyrir 2019 er til 1. nóvember. Styrkirnir eru ætlaðir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Sérstök nefnd veitir styrkina og verður tilkynnt um úthlutun hennar í desember.
NánarNorræn samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, sem stofnunin á aðild að, heldur haustfund sinn í Gdansk 5.–6. nóvember.
NánarHandritið sem hér er til umfjöllunar er handrit að íslenskri orðabók og var skrifað af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík á árunum 1734 og fram undir það að hann lést 1779. Handritið var því aldrei í eigu Árna Magnússonar heldur varð hluti af safni hans eins og önnur handrit Jóns að honum látnum, stór og smá.
Nánar