Ljóðmæli séra Einars í Eydölum (1539-1626) komin út
Komin eru út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Ljóðmæli séra Einars Sigurðssonar (1539-1626) sem jafnan er kenndur við Eydali (Heydali) í Breiðdal en þar var hann prestur frá 1590 til dánadægurs. Jón Samsonarson og Kristján Eiríksson bjuggu Ljóðmælin til prentunar. Bókin skiptist í þrjá hluta og er alls 320 bls.
Nánar