Þreföld gleði í boði Þjóðhátíðarsjóðs
Þjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2007. Þrjú verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu styrk að þessu sinni.
NánarÞjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2007. Þrjú verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu styrk að þessu sinni.
NánarMálþing um skrift, skriftarfræði og handrit verður haldið fimmtudaginn 30. ágúst n.k. kl. 13-17. Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Fyrirlestrarnir verða haldnir á skandinavísku máli (og e.t.v. ensku). Fyrirlesarar verða
NánarVið hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 17. júní, sæmdi forseti Íslands tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Guðrún Kvaran, stofustjóri Orðfræðisviðs hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fékk riddarakross fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar tungu.
NánarJóhanna Bogadóttir MA hefur störf á málræktarsviði stofnunarinnar 15. september, í hálfu starfi. Hún mun vinna við ýmis útgáfuverkefni sem fram undan eru á vegum stofnunarinnar. Jóhanna Bogadóttir er boðin velkomin til starfa.
NánarÚt er komið 9. hefti tímaritsins Orð og tunga sem áður var á vegum Orðabókar Háskólans en er nú gefið út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarGripla XVII (2006), sem gefin er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er komin út og er þetta 67. ritið í ritröð stofnunarinnar Rit Árnastofnunar. Að vanda er efnið fjölbreytt en þar er að finna sex viðamiklar greinar og minningarorð um látna fræðimenn.
NánarStyrkir Snorra Sturlusonar - 2008 Umsóknarfrestur til 31. október 2007
Nánar